Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 41
William Heinesen: Sögur og sagnfrœði
örlagaríkt manni sem er saklaus af þessu, en í sögunni er ekki tekin bein
afstaða með henni eða móti, sögumaður segist stefna að hlutlægri frásögn:
Þessar ósamhljóða heimildir eru hér tilgreindar til þess eins að leggja enn
og aftur áherslu á kenninguna um margþætti allra hluta, sem hefur það í
för með sér að rétt gildismat verður trauðla fundið, og aðvara þannig les-
endur, sem ef til vill hafa hneykslast, gegn ósanngjarnri dómhörku.
Lesandanum er látið eftir að kveða á um orsakir ógæfunnar. Sögumaður-
inn, sem kynnir sig, langorður og drýgindalegur, sem annálaritari bæjarins,
kemur ekki til greina.
Síðasta smásagan sem hér verður rætt tun hefur aðra tímasetningu en
hinar. Það er „Nutidens krav“ úr Don Juan fra Tranhuset sem tekur upp
þráðinn þar sem Heinesen lét niður falla með Den sorte gryde 1949 og
lýsir þróun mála í viðskiptaheimi Þórshafnar eftir síðari heimsstyrjöld.
Hinn trausti herrafatasali, sem hefur rekið verslun í bænum um þrjátíu
ára skeið og alltaf selt vandaðar, nýtilegar og ódýrar vörur, fær skyndi-
lega samkeppni frá nýtískulegri starfsbróður sínum sem leggur mikla
áherslu á auglýsingar og ytra prjál og ásmndar yfirleitt verslunarhætti
sem gamla verslunarmanninum em framandi. Hægt en ömgglega blasir
hrunið við viðskiptatilveru hans fyrir tilverknað nýju verslunarinnar þar
sem vaxbrúður með stirðnuð bros á vör snúast í hringi í — nútíma —
draugaskímu. Hin tælandi vara er afneitun lífs, hún er ómannleg. Orvita
ræðst hann gegn nýju versluninni eina nóttina og leggur hana í rúst,
en strax næsta dag kemst hún í samt lag á ytra borði. Osigri gamla kaup-
mannsins er lýst með nokkurri meðaumkun, en sagan sýnir atburðarásina
ekki einvörðungu með hans augum. Þegar í inngangi segir að ekki beri
að taka söguna
sem tilraun til að gera lítið úr eða breiða yfir yfirsjónir Thors frænda sem
auðvitað voru miklar. Eg hef aðeins reynt að sýna í skáldskaparformi hin
uggvænlegu tímanna tákn í þeim aðstæðum og atvikum sem ollu óförum
þessa óhamingjusama frænda míns.
Hlutlcegni og hinn hlutlcegi veruleiki
í því sem á undan er komið hefur oft verið minnst á frásagnartækni
Heinesens. Hann stefnir næstum alltaf að einhvers konar hlutleysi eða
263