Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar
íslenska menníngu á þrettándu öld. Þau eru heimildir um heiðna lífs-
skoðun sem, þrátt fyrir lögfestan yfirborðskristindóm, lifir enn sterku
lífi á Islandi á þeirri öld þegar vald páfans fullkomið, plenitudo pote-
statis, er hvergi dregið í efa á Vesturlöndum.... Hinsvegar gerist í forn-
bókmentum Islendínga á 13. öld hliðstætt afturhvarf til fornaldarinnar
einsog í hinum suðlæga heimi hjá upphafsmönnum fornmentastefnunn-
tt
ar....
I smáletraðri innskotsgrein um Sonatorrek vekur Halldór athygli á
hve sérstætt fyrirbrigði þetta kvæði sé á sínum tíma (tíundu öld að því
er ætla má af sögunni). „I kvæði þessu opnast leið sem er óþekt um
allar miðaldir, jafnvel í hinum tiltölulega huglægu latnesku hymnum og
kantíkum kirkjunnar; þetta er leið skáldsins til hjarta síns. Það er tilvilj-
un að þessi leið skyldi finnast, á sama hátt og fundur Ameríku, og þó
ekki, því það gat aðeins hent norrænan heiðingja á tíundu öld, en mundi
hafa verið óhugsandi í samanlögðum kristindóminum. Að vísu réð Sona-
torrek ekki aldahvörfum í neinum skilníngi fremur en fundur Vínlands;
tilraunin var ekki endurtekin. Þessi ótrúlega leið, lokuð öllum heimin-
um, sem Egill hafði fundið, leið skáldsins til hjarta sín sjálfs, tapaðist
heiminum afmr á sama hátt og Vínland. Hún finst ekki á ný fyr en á
fjórtándu öld, þegar Miðjarðarhafsríki eru komin til þroska, að hinn
ítalski Frakki Petrarca, sem Burckhart kallar fyrsta mann nútímans, ger-
ist kólumbus hennar fjögur hundruð ámm eftir að Egill Skallagrímsson
segir frá því hvernig hann fékk bölvabætur er goðjaðar hafði slitið við
hann vinan. En um það bil sem Petrarca finnur þessa ótrúlegu leið, sem
okkur finst nú á dögum álíka auðfarin og sjálfsögð einsog skreppa í
flugvél til næsta lands, þá er líka risin önnur öld yfir heiminn: tímar
fornmentastefnunnar, undanfari Endurfæðíngarinnar.“
Þegar Halldór skrifaði þetta, virðist ekki hafa hvarflað að honum að
vefengja hina almennu skoðun að Egilssaga færi með rétt mál um aldur
og höfund þessa fræga kvæðis. Honum var að vísu ljóst að sagnfræði-
legt gildi Islendingasagna var yfirleitt lítið, þar eð það sem kynni að
eiga rót sína að rekja til munnmæla, hlyti samkvæmt lögmálum slíkrar
sagngeymdar að vera meira og minna úr lagi fært. „Fornsögurnar kunna
aðeins fátt um níundu og tíundu öld, en eru hinn fullkomnasti spegill
þeirrar aldar sem þær eru samdar á. Þar liggur sagnfræðilegt gildi þeirra.“
Seinna hefur hann haldið áfram að hugleiða Sonatorrek í ljósi þess
skilnings að kveðskapur í Islendingasögum þarf ekki að vera sagnfræði-
27 6