Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 85
Dagsbið
„Á ég að lesa fyrir þig?“
„Þú mátt það ef þig langar til,“ svaraði drengurinn. Hann var náfölur
með dökka bauga undir augunum. Hann lá grafkyrr í rúminu, annars-
hugar, eins og honum kæmi ekki við, hvað fram fór í kringum hann.
Ég las upphátt úr Sjóræningjabókinni eftir Howard Pyle, en það var
auðséð, að hann fylgdist ekki með lestrinum.
„Hvernig líður þér, Schat2?“ spurði ég.
„Ég er alveg eins,“ svaraði hann.
Ég sat við fótagaflinn og las fyrir sjálfan mig meðan ég lét tímann
líða þar til ég átti að gefa honum inn næsta hylki. Ef allt hefði verið
eðlilegt hefði hann átt að sofna, en þegar ég leit upp sá ég að hann starði
á fótagaflinn, undarlegur í framan.
„Hví reynirðu ekki að sofna? Ég vek þig þegar þú átt að taka inn
meðalið."
„Ég vil heldur vaka.“
Eftir dálitla stund sagði hann við mig: „Þú þarft ekki að vera hjá mér,
pabbi, ef þér leiðist það.“
„Mér finnst það ekkert leiðinlegt.“
„Nei, en ég á við, að þú þurfir ekki að gera það, ef þér skyldi leiðast
það.“
Ég hélt hann væri kannski með ofurlítið óráð, og eftir að ég gaf honum
inn hylkið klukkan ellefu fór ég út í smátíma.
Það var bjartur og kaldur dagur, krapaelgurinn á jörðinni hafði stirðnað
í frostinu, svo það var engu líkara en að nakin trén, skógarrunnarnir,
runnarnir í görðunum og grasið á jörðinni væri mótað í ís. Ég tók írska
fuglahundinn með mér í gönguferð eftir stígnum upp með klakabundn-
um læknum. Það var erfitt að fóta sig í hálkunni og mógulur hundurinn
rann til í hverju spori, sjálfur datt ég tvisvar, illa, í annað skiptið missti
ég byssuna og hún rann frá mér á svellinu.
Við fældum upp nokkrar akurhænur, þar sem runninn slútir yfir háan
bakkann, mér tókst að drepa tvær um leið og hópurinn hvarf upp fyrir
bakkann. Sumir fuglanna settust í trén, aðrir flögruðu inn í runnana, svo
ég varð að klöngrast í gegnum klakastorknað kjarrið þar til þeir flugu
upp aftur. Ég stóð höllum fæti í hálkunni þegar þeir flugu yfir, dúandi
kjarrið gerði mér örðugra að skjóta, en ég drap tvo, fimm sluppu. Ég hélt
heim á leið, ánægður með fuglahópinn svona nærri húsinu og glaður yfir
að enn voru nógir eftir til annars dags.
307