Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 85
Dagsbið „Á ég að lesa fyrir þig?“ „Þú mátt það ef þig langar til,“ svaraði drengurinn. Hann var náfölur með dökka bauga undir augunum. Hann lá grafkyrr í rúminu, annars- hugar, eins og honum kæmi ekki við, hvað fram fór í kringum hann. Ég las upphátt úr Sjóræningjabókinni eftir Howard Pyle, en það var auðséð, að hann fylgdist ekki með lestrinum. „Hvernig líður þér, Schat2?“ spurði ég. „Ég er alveg eins,“ svaraði hann. Ég sat við fótagaflinn og las fyrir sjálfan mig meðan ég lét tímann líða þar til ég átti að gefa honum inn næsta hylki. Ef allt hefði verið eðlilegt hefði hann átt að sofna, en þegar ég leit upp sá ég að hann starði á fótagaflinn, undarlegur í framan. „Hví reynirðu ekki að sofna? Ég vek þig þegar þú átt að taka inn meðalið." „Ég vil heldur vaka.“ Eftir dálitla stund sagði hann við mig: „Þú þarft ekki að vera hjá mér, pabbi, ef þér leiðist það.“ „Mér finnst það ekkert leiðinlegt.“ „Nei, en ég á við, að þú þurfir ekki að gera það, ef þér skyldi leiðast það.“ Ég hélt hann væri kannski með ofurlítið óráð, og eftir að ég gaf honum inn hylkið klukkan ellefu fór ég út í smátíma. Það var bjartur og kaldur dagur, krapaelgurinn á jörðinni hafði stirðnað í frostinu, svo það var engu líkara en að nakin trén, skógarrunnarnir, runnarnir í görðunum og grasið á jörðinni væri mótað í ís. Ég tók írska fuglahundinn með mér í gönguferð eftir stígnum upp með klakabundn- um læknum. Það var erfitt að fóta sig í hálkunni og mógulur hundurinn rann til í hverju spori, sjálfur datt ég tvisvar, illa, í annað skiptið missti ég byssuna og hún rann frá mér á svellinu. Við fældum upp nokkrar akurhænur, þar sem runninn slútir yfir háan bakkann, mér tókst að drepa tvær um leið og hópurinn hvarf upp fyrir bakkann. Sumir fuglanna settust í trén, aðrir flögruðu inn í runnana, svo ég varð að klöngrast í gegnum klakastorknað kjarrið þar til þeir flugu upp aftur. Ég stóð höllum fæti í hálkunni þegar þeir flugu yfir, dúandi kjarrið gerði mér örðugra að skjóta, en ég drap tvo, fimm sluppu. Ég hélt heim á leið, ánægður með fuglahópinn svona nærri húsinu og glaður yfir að enn voru nógir eftir til annars dags. 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.