Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 71
Shakespeare á meSal vor
Því Hamlet verður ekki leikinn á aðeins einn veg. Það kann að valda
því, hve mjög hann freistar leikstjóra og leikara. Margar kynslóðir hafa
séð spegilmynd sína í þessum leik. Þar er ef til vill fólgin snilldin í Hamlet,
að leikritið getur orðið mönnum skuggsjá. Fullkominn Hamlet yrði sá,
sem væri trúr Shakespeare og nútímanum í senn. Er það hægt? Eg veit
það ekki. En vér getum ekki metið neina Shakespeare-sýningu á annan
hátt en að spyrja, hversu mikið hún sýni af Shakespeare og hversu mikið
af oss sjálfum.
Það sem fyrir mér vakir, er ekki að einblína á tiltekið málefni, ekki sá
Hamlet sem ungir tilvistarsinnar kynnu að setja á svið í einhverjum kjall-
aranum. Hamlet hefur verið sýndur, í þá veru, í samkvæmisklæðnaði og
í trúðagervi; í miðalda herklæðum og í búningi frá Nýjunartíma. Búningar
skipta ekki máli. Það sem máli skiptir, er að texti Shakespeares túlki fyrir
oss vora eigin nútíma-reynslu, kvíða vorn og viðkvæmni.
Það er víða komið við í Hamlet. Þar er fjallað um stjórnmál, ofbeldi
gegn siðgæði, þar er rætt um muninn á kenningu og framkvæmd, um
loka-tilgang lífsins; þar er sýndur harmleikur ástarinnar, og fjölskyldu-
raunir; hugleidd eru dægurmál og hinn efsti dómur og hinztu rök. Þar er
allt sem vér kunnum að kjósa, einnig djúptæk sálkönnun, grimmileg saga,
einvígi, og allsherjar blóðbað. Hægt er að velja að vild. En það er brýnt
að vita hvað velja skal, og hvers vegna.
II
Hamlet var leikinn í Kraká fáeinum vikum eftir þing sové2ka kommún-
istaflokksins, og tók sýningin réttar þrjár stundir. Hún var skýr, mögnuð
og hvöss, nútízk og mergjuð; henni var beint á eitt mark aðeins. Þetta var
stjórnmála-leikrit með afburðum. „Eitthvað er rotið innan Danaveldis“ —
var grunntónninn í hinum nýja skilningi á Hamlet. Og síðan hinn dumbi
hljómur orðanna „Danmörk er dýflissa“, þrívegis endurtekinn. Að lokum
kirkjugarðs-atriðið stórkostlega, samtal líkgrafaranna, laust við alla há-
speki, hrjúft og án tvímæla. Líkgrafarar vita hverjum þeir taka grafir.
„Gálginn rís traustari en kirkjan“ segja þeir.
„Gát“ og „njósn“ voru þau orð, sem tíðast gat að heyra frá sviðinu.
I þessari sýningu var allra, án undantekninga, gætt að staðaldri. Póloníus,
ráðgjafi hins konunglega morðingja, sendir mann til Frakklands jafnvel
293