Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 136
Tímarit Máls og menningar
Það er auðvitað engin tilviljun að íslenskir unglingar hafa að undan-
förnu flykkst í menntaskóla og valdið með því mörgum (einkum íhalds-
sömum) skólamönnum þungri áhyggju. Stúdentsprófið hefur ósköp ein-
faldlega verið eina keppikeflið sem þykir einhvers um vert. Það nýtur
enn virðingar meðal almennings þegar á reynir og það er talið gefa ein-
hvers konar fyrirheit um örugga framtíð. Þetta finna bæði glöggir ungl-
ingar, sem eru að velja sér námsbraut, og eins aðstandendur þeirra hvers
og eins, hvað svo sem þeir láta í veðri vaka í opinberum umræðum um
fjölgun stúdenta. (Hvað skyldu margir þeirra, sem tala hæst um fjölg-
unarvoðann, hvetja sín eigin börn til þess að leita á önnur mið?)
Eina námsbrautin, sem nýmr hlutfallslega sömu virðingar og mennta-
skólar, er verslunarmenntun, fyrst og fremst í Verslunarskóla íslands og
í Samvinnuskólanum. Að þessum skólum standa sterk öfl í þjóðfélaginu
sem ábyrgjast nemendum vissa virðingu og öryggi auk þægilegra starfa
að loknu námi.
Námsbrautir verkmenntunar í landinu hafa á hinn bóginn nánast ekk-
ert aðdáttarafl gagnvart unglingum sem eiga annarra kosta völ. Iðnskólar
hafa verið algert olnbogabarn skólakerfisins um langa hríð, bæði vegna
úreltrar löggjafar og fjársveltis. M. a. þess vegna hefur almenningur vart
áttað sig á því að iðnnám getur leitt til framhaldsnáms á háskólastigi,
t. d. í Tækniskóla Islands.
Þegar ég tala um úrelta löggjöf á ég fyrst og fremst við svokallað
meistarakerfi í iðnnámi. (Þetta kerfi hefur að vísu verið á undanhaldi í
sumum iðngreinum). Unglingur sem vill læra einhverja iðn skv. þessu
kerfi þarf að byrja á því að finna einhvern meistara sem vill taka hann í
læri. I sumum iðngreinum er algerlega undir hælinn lagt að þetta takist;
þar ræður klíkuskapur og fjölskyldutengsl mestu um það hverjir komast
inn um nálaraugað (dæmi: gullsmíði). Auk þess sem inntaka í iðnnám
fer fram með þessum einstæða hætti hefur námið sjálft verið í sama dúr:
kennsla iðnskólanna léleg, m. a. vegna fjársveltis, og verkmenntun af hálfu
meistaranna háð geðþótta þeirra. Við Islendingar vorum svo ólánssamir
að erfa þetta meistarakerfi frá Dönum en þeir hafa verið fastheldnari á það
en flestar aðrar þjóðir. Er nú sannarlega tími til kominn að við tökum
á okkur rögg og afnemum með öllu þessar leifar frá miðöldum en skipu-
leggjum verknám og iðnnám á sama hátt og tíðkast um annað nám á
20. öld.
Til að koma á slíkri endurskipulagningu þarf m. a. að breyta iðnskól-
358