Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar
þveiti sem engin leið liggur út úr. Venjuleg stúlka, sem elskaði piltinn
sinn, hefur hlotið af leikgerð sögunnar - sorgarhlutverk.
IV
Hefðbundin hamletfræði nítjándu aldar glímir nær einvörðungu við þá
gám, hver Hamlet var í raun og veru. Þá báru fræðimenn Shakespeare
á brýn að hafa samið ósnomrt, sjálfu sér sundurþykkt og illa lagað meist-
araverk. Nútíma ritgerðir fjalla hins vegar um Hamlet sem leikhúsverk.
Hamlet er ekki ritverk um heimspeki, siðfræði eða sálarfræði. Þetta er
verkefni fyrir leiksvið, það er að segja, leikgerð með hlutverkum. Sé svo,
þá verður að byrja á Fortinbrasi, sem leikur úrslita-hlutverk, að því er
leikgerð Hamlets varðar.
Setjum svo, að nútíma-leikstjóri sé að hefja könnunar-æfingar á Hamlet.
Hann hefur skipað leikurum sínum kringum borð og sagt: „Við ætlum að
taka leik eftir Shakespeare, sem heitir Hamlet. Við ætlum að reyna að
gera það svo heiðarlega sem við getum. Það þýðir, að við ætlum ekki að
breyta textanum. Við munum reyna að skila svo miklum texta sem við
getum flutt á hálfri fjórðu klukkustund. Við munum íhuga hverja stytt-
ingu. Við ætlum að reyna að sýna nútízkan Hamlet. Við ætlum að reyna
að vinna bug á nítjándu aldar raunsæinu, og láta okkur nægja baktjald,
ræðustól og tvö sæti sitt hvoru megin á sviðinu. Við ætlum að prófa að
gera litríka renisans-búninga. En þessa búninga munum við bera, nútíma-
fólk. Þið megið ekki baða út höndunum, ganga á tánum, eða á stiklum.
Sá heimur, sem sýndur er í þessari leikgerð, er grimmur, en öll höfum við
kennt á grimmd heimsins. Sumir rísa gegn þessari grimmd, aðrir taka
henni eins og lögmáli; en hvorirtveggju verða henni að bráð.“
Roskinn leikari, sem á að leika Póloníus, spyr kannski þegar hér er
komið: „Er Hamlet stjórnmála-leikrit?“
„Eg veit það ekki,“ svarar leikstjórinn að líkindum. „Það fer eftir því
hvað Danmörk merkir í vimnd þessara þriggja unglinga.“ Og hann bendir
á unga stúlku, sem á að leika Ofelíu, unga leikarann sem er að máta græna
búninginn á Laertes, og - Hamlet, sem situr stúrinn úti í horni og skoðar
silfur-metaljuna sína. Og þá kann að vera, að leikstjórinn verði annars
hugar um stund og segi hægt við sjálfan sig: „Ef til vill fer það eftir því,
hver Fortinbras okkar verður?“
302