Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 147
Valdið og vitneskjan
að gefa gaum að þeirri sögulegu þróun sem hefur átt sér stað frá upp-
hafi nýlendutímans og þeirri efnahagsskipan sem nú er við lýði í heimin-
um.
Skorður sem skilningi samfélagsfræðinnar eru settar
„Þótt mennirnir... séu allir á sama báti, þykjast sumir eiga árarnar og
neita að lána þær nema þeir fái aflann."
Pétur Gunnarsson.
Samfélagsfræðin skipar nokkra sérstöðu á meðal annarra námsgreina
að því leyti að sá skilningur, sem hún veitir, á erfitt uppdráttar af félags-
legum og pólitískum ástæðum; sterk öfl hljóta ávallt að vinna gegn því
að félagsleg málefni séu brotin til mergjar.
Efnisheimurinn bregst ekki eins við rannsóknum jarðvísindamanna,
svo að dæmi sé tekið, og ýmsir hópar samfélagsins bregðast við rannsókn-
um þjóðfélagsfræðinga: Jarðskorpan neitar ekki að taka þátt í athugun-
um jarðvísindamannanna, en stundum kemur sá hópur, sem rannsókn
þjóðfélagsfræðingsins beinist að, beinlínis í veg fyrir að athugunin geti
farið fram, til dæmis af ótta við að viðkvæm einkamál beri á góma.
Jarðskorpan amast ekki heldur við því að leyndardómar hennar séu
opinberaðir, en niðurstöðum þjóðfélagsfræðinga er smndum haldið leynd-
um vegna þess að þær koma við kaunin á þeim sem völdin hafa. Og
jarðskorpan reynir ekki heldur að villa um fyrir þeim sem hana rannsaka,
en áhrifamiklir hópar reyna gjarnan að slá ryki í augu þeirra sem beina
sjónum sínum að innsm rökum samfélagsins.
I bók Brynjólfs Bjarnasonar Með storminn í fangið (fyrra bindi, bls.
60—61) er dæmi sem skýrir kannski betur hvað átt er við og skal það
tilfært hér þótt ekki verði að öllu leyti tekið undir þá afstöðu hans til
vísindanna sem hér kemur fram:
„Úr því að menn hafa fundið orsök fátæktarinnar og ráðið til að útrýma
henni, hvers vegna er það þá ekki gert?
Þegar Louis Pasteur, hinn mikli velgerðamaður mannkynsins, uppgötvaði
hinar ósýnilegu verur sem eru orsök smitandi sjúkdóma, þá kostaði það að
vísu harða baráttu að fá þessa uppgötvun hagnýtta fyrir mannkynið. En und-
ir eins og hún var orðin að viðurkenndri vísindalegri staðreynd, þá var hún
samt hagnýtt, og það tókst að vinna bug á hinum skæðustu drepsóttum.
En nú skulum við hugsa okkur að bakteríurnar hefðu átt volduga erindreka
meðal mannanna, sem hefðu haft yfir miklum blaðakosti að ráða. Ætli það
hefði þá ekki gengið erfiðlega að útrýma drepsóttunum? Læknavísindin
369
24 TMM