Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 170
límarit Máls og menningar
um frið þegar í stað né að gangast fyrir
róttæku eignarnámi á stórjörðum. Bolsé-
vikarnir kröfðust aftur á móti að tafar-
laust yrði bundinn endir á stríðið og
landinu yrði skipt upp á milli bænda,
(en það samræmdist kröfum fjöldans)
og unnu því á tiltölulega skömmum
tíma meirihluta í mikilvægum ráðum -
en sú staða veitti Lenín kjark til að
binda endi á stjórnarfar borgaralegs lýð-
ræðis með valdaráni (coup d’état).
Rússneska byltingin var allt í senn:
borgara-, verkalýðs- og bændabylting,
en það var hin síðastnefnda sem réð úr-
slitum og tryggði byltingunni í heild
framgang. Þjóðbyltingarflokkurinn gætti
hagsmuna bænda, en einnig hann hafði
klofnað í hægri og vinstri (maximalist-
ar) arm. Þjóðbyltingarsinnar kröfðust
þess að öllu landi yrði skipt jafnt milli
bænda, en þeirri kröfu hlaut Lenín sem
marxisti að hafna og gerði það í deil-
um sínum við þá. Marxisminn er and-
stæður einkarekstri i landbúnaði, á smá-
um jörðum, en hallast að samyrkjubú-
skap á stórum svæðum. Það var reyndar
búist við þvi að með þróun auðskipu-
lagsins myndi einkabúskapur á smájörð-
um hverfa úr sögunni, þannig að vanda-
málið yrði að mestu leyti leyst fyrir
daga sósíalískrar byltingar. En á Rúss-
landi þróaðist einyrkjabúskapur upp úr
lénskum rekstri stórjarða. Ef vinna átti
bændur til fylgis við bélsévika, varð að
yfirbjóða tvístígandi þjóðbyltingarsinna
með því að hvetja bændur til að eigna
sér landið.
Strax við komuna til Rússlands í apríl
1917 kunngerði Lenín að sovétkerfið
gengi skrefi lengra en krafan um borg-
aralegt og lýðræðislegt lýðveldi. Flokk-
urinn yrði að taka völdin. Ef bolsévísk-
ur meirihluti kæmist á í ráðunum, yrði
nýja stjórnin bolsévísk. Hann var jafn-
framt reiðubúinn að hrifsa völdin án
þess að styðjast við meirihluta. „Það
væri barnalegt," skrifaði Lenín, „að bíða
eftir formlegum meirihluta bolsévika.
Eftir því getur engin bylting beðið.“14
Vegna fjölmargra atvika og aðstæðna,
sem reyndust heppilegar bolsévikum en
ég get ekki fjallað nánar um hér, tókst
að mynda fyrstu bænda- og verkamanna-
stjórnina sem bolsévikar höfðu tögl og
hagldir í. En til að tryggja þessa drottn-
unaraðstöðu bolsévika var nauðsynlegt
að verkamenn og bændur kysu þá áfram
í ráðin. Fyrir þvi var hins vegar engin
trygging. Á sama hátt og mensévikar
og þjóðbyltingarmenn glömðu áður
meirihluta sínum í ráðunum og lentu í
minnihlutaaðstöðu, gám bolsévikar nú
misst þann meirihluta sem þeir höfðu
um stundarsakir. Það varð því að tryggja
flokknum einokun til valda.
Þetta fannst Lenín augljóst mál. Á
sama hátt og hann leit svo á að flokkur
sinn væri stéttarvitund öreiganna holdi
klædd, gátu yfirráð flokksins að hans
mati komið í staðinn fyrir yfirráð ráð-
anna. Hann taldi að einungis væri hægt
að velja á milli kapítalísks alræðis í
dulargervi borgaralegs lýðræðis og al-
ræðis verkalýðsstéttarinnar undir leið-
sögn bolsévikaflokksins. Væru ráðin lát-
in eiga sig, gætu þau orðið fagurgala
frjálslyndrar borgarastéttar að bráð og
að lokum afsalað sér völdum. Flokkur-
inn yrði að verja raunverulega hagsmuni
ráðanna, gegn ráðunum sjálfum ef
nauðsyn krefði, en það væri þá aðeins
mögulegt ef flokkurinn hefði taumhald
á þeim. Einungis á þennan hátt væri
hægt að varðveita sósíalísk einkenni
byltingarinnar. Með þvi að bæla niður
öll and-bolsévísk öfl breyttist ráðakerfið
á skömmum tíma í alræði bolsévika-
flokksins. Byltingarvígorðið „öll völd til
392