Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 37
William Heinesen: Sögur og sagnfrceði
stöðu sinni til þess að stíga skrefið til fulls. Foringi uppreisnarinnar kemur
úr röðum uppreisnarmannanna sjálfra.
Sem skáldsagnapersóna á Peder Börresen margt sameiginlegt með öðr-
um persónum í fyrri skáldsögum Heinesens. I skáldsögunum Blcesende gry,
Den sorte gryde og Glataðir snillingar hefur slík manngerð, hinn fram-
sækni menntamaður, miklu hlutverki að gegna. Það er fyrir þeirra munn
sem mikill hluti gagnrýninnar á andlega og líkamlega kúgun kemur fram
í öllum þessum þremur sögum. En það sem einnig einkenndi þessa mann-
gerð var hins vegar það að þær skorti gem til að fylgja gagnrýninni eftir
með því að reyna að breyta ástandinu. I Vonin blíð er gagnrýnin ekki
lengur óvirk. Peder Börresen sýnir samstöðu sína með hinum kúguðu í
verki, hann beitir hæfileikum sínum til að skrifa þeim til liðsemdar og
hann hættir stöðu sinni til að senda þau skrif til réttra aðila.
Ef til vill má líta á þennan þátt skáldsögunnar sem lausn á vanda sem
Heinesen hefur glímt við árum saman og sem mætti kalla umræðu um
þjóðfélagslegt hlutverk listamannsins.
Af því sem á undan er komið ætti væntanlega að vera ljóst að Vonin
blíð getur ekki kallast goðsöguleg frásögn, þar sem hún lýsir manninum
í sögulegu og þjóðfélagslegu samhengi. I vissum skilningi er hún eigi að
síður „goðsöguleg“. Það má líta á aðalpersónuna sem eins konar Krists-
ímynd. Margir af fátæklingunum líta á hann sem frelsara og lenda þannig
í andstöðu við yfirvöldin, en hann brýtur gegn viðteknum siðum með
umgengni við bersynduga eins og sagt er um Krist í Nýja testamentinu.
Þessi notkun kristinna goðsagnaminna rýfur þó ekki þann raunveruleika-
skilning efnishyggjunnar sem sagan hvílir á, síður en svo, hér er goðsögnin
skýrð með því að setja hana í sögulegt og þjóðfélagslegt samhengi. Þessi
notkun goðsagnaefnis er algeng í höfundarverki Heinesens, einnig í síð-
usm smásagnasöfnunum.
Smásögur
Eftir að Vonin blíð kom út hefur William Heinesen gefið út tvö smá-
sagnasöfn, Kur mod onde ánder (1967) og Don Juan fra Tranhuset (1970),
ennfremur úrval frásagna sinna frá Þórshöfn (Fortcellinger fra Thorshavn,
1973), en þar eru tvær smásögur sem ekki hafa fyrr komið út í bókar-
formi. I Kur mod onde ánder er hin langa smásaga „Leonard og Leonora“
259