Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 97
RáðherravaliS 1911
Er þjarkið stóð sem hæst, vildi Hannes Hafstein, að heimastjórnar-
menn í deildinni notuðu atkvæðamagn sitt til að skera niður umræður,
en Lárus aftók það í alla staði, sagði sem satt var að það væri fjarstæða,
sem mundi síðar verða notað sem vopn á móti þeim, og Ijet þá Hannes
Hafstein sansast á það. En við Þ. H. Bjarnason sagði H. Hafstein litlu
síðar að rjett væri að fá kaupmenn til þess að draga flagg á stöng í tilefni
af tilnefningu Kristjáns, en Þorleifur gat þess, að nógur tími væri til að
gera það, þegar heimastjórnarmenn væri komnir í meiri hluta og fengi
mann úr sínum flokki fyrir ráðherra; ljetu þeir síðan úttalað um það.
Kl. AVi frestaði forseti fundi til kl. 5 og fór þá heim til Björns Jónssonar
ráðherra.
Kl. 5 hófst aptur deildarfundur. Kom þá fram tillaga frá 4 þingdeildar-
mönnum að vísa málinu með rökstuddri dagskrá aptur til nefndarinnar
og bíða frekari rannsóknar. L. H. Bjarnason bað sjer hljóðs til að tala um
tillöguna, en forseti brást ómjúkur við. Síðan lýsti forseti yfir úr forseta-
sætinu, „að það hefði borizt sjer til eyrna fregn um, að útnefndur væri
ráðherra og hann hefði heyrt á orðum nokkurra þingdeildarmanna, að
þeim þætti með þessari útnefningu gengið of nærri þingræðinu (parla-
mentarisme), að minnsta kosti þjóðkjörinna þingmanna, og því vildu
deildarmenn fá tóm til að eiga fund með sjer og ráðgast um þetta.“ Orð
þessi skrifaði eg samstundis í vasabók mína og bar þau samstundis undir
viðstadda heyrnarvotta Eggert Briem skrifstofustjóra, Jón Þórarinsson
fræðslumálastjóra og Þórð lækni Edilonsson og kváðu þeir orðin hafa
fallið svo. Lárus vítti þessi orð forseta og kvað þau höggva of nærri
konunginum. Kvaðst þá forseti ekki hafa meint þetta, tók orðið af
Lárusi og frestaði síðan fundi um V2 stund. Að því búnu hófust aptur
umræður og fóru úr því stillilega og rólega; þó leið alllangur tími, að
forseti daufheyrðist við að gefa framsögumanni orðið. Loks lauk um-
ræðum kl. IVa og fór atkvæðagreiðsla eins og segir í Þingtíðindunum.
Kl. 7.55 símaði Verax Berlingi svolátandi símskeyti.
Justitiarius Jonsson genindsat Kontroldirektör Landsbanken 9 mod 3. Gagen
refunderet 8 mod 3.
Kristján Jónsson gerður flokksrækur. Vantrauststillaga borin fram
Mánudaginn þ. 13. mars kl. 9 að kveldi hjeldu sjálfstæðismenn kvöld-
319