Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
mætt í gærmorgun fyrir rannsóknarnefndinni, en þó ekki fyr en stefnu-
vottarnir hefði birt honum fyrirkallið. Hann varðist allra orða er hann
var spurður og sneri rassinum í nefndina; þó mælti hann nokkur orð í
hljóði til Sigurðar læknis Hjörleifssonar, en ekki heyrðu þeir hinir, hvað
þeim fór í milli. Lárus H. Bjarnason kvaðst vera ánægður með fram-
komu hans, en meira var ekki upp úr honum að hafa; en ekki bar hann
á móti að frásögn Jóns væri rjett.
Símskeyti það er Skúli Thoroddsen sendi konungi upp á fyrirspurn þá,
sem getið er hjer að framan, kostaði að því er landritari sagði Lárusi í
talsímanum í viðurvist minni um 280 kr., og sagði hann einnig, að for-
seti n.d. væri ófús að ávísa honum því til útborgunar að svo komnu.
Sunnudaginn þ. 5. mars 1911 höfðu allir meirihlutamenn verið boðaðir
á fund til þess að ræða um og benda á eptirmann Björns ráðh. Flokkur
Björns mætti ekki, en sendi skriflega yfirlýsingu um, að hann ætlaði
sjer ekki að taka þátt í tilnefningunni. Minni hluti stjórnarflokksins,
11 þjóðkjörnir þingmenn (í Björnsflokki eru 14 að sjálfum honum með-
töldum), tók þá að greiða atkvæði um tilnefninguna. Hlaut Skúli 6 atkvæði,
Kr. Jónsson 2, en 3 seðlar voru nafnlausir. (Sagt er að Skúli og Kristján
hafi greitt sjálfum sjer atkvæði). [Kosningarnar voru þríteknar]. Eptir
fundinn vildi Skúli, að konungi væri símað, að flokkurinn væri óklofinn
og hefði tilnefnt Skúla sem ráðherraefni, en það gekk ekki fram.
Berlingske Tidende var símað mánudaginn 6. mars kl. 4.15 svolátandi
símskeyti af Verax:
Ministerens Fraktion, 14 Mand tilkendegiver Modfraktionen skriftlig Gaar:
deltager ikke Nomination ny Minister. Modfraktionen, 11, Prövevalg Gaar.
Thoroddsen 6 Stemmer. Oppositionen 15 enig, afventende.
Verax
Berlingske.
Verax mun líka hafa sent Berlingi pistil með Mjölni með þingfrjettir.
Rannsóknarnefnd e.d. lauk þ. 6. mars um morguninn við nefndar-
álit sitt. Lárus H. Bjarnason samdi það, eins og það leggur sig, en Stefán
Stefánsson lagði nafnið til sem skrifari.
[Skúli skrifaði Heimastjórnarflokknum brjef þann 6. mars og spurði,
hvort flokkurinn mundi sjá hann í friði (°; ef hann yrði ráðherra). Heima-
stjórnarflokkurinn svaraði aptur að hann þyrði engu að lofa um það —
og svo var þeim samningsumleitunum lokið].
314