Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 164
Tímarit Máls og menningar
ingunni um skiptingu framleiðsluafurð-
anna; framleiðsluafstæðurnar eru látn-
ar óáreittar. Verkalýðurinn staðnaði á
stigi faglegrar vitundar og barátm fyrir
félagslegum umbótum, ekki vegna þess
að hann skorti getuna til að hugsa og
framkvæma á byltingarsinnaðan hátt,
heldur einkum vegna þess að ekkert
knúði hann til að breyta lífskjörum sín-
um eftir leiðum byltingarinnar. Það
hættir enginn lífi og frelsi nema í von-
lausri aðstöðu og alls ekki við aðstæður
sem kallast mega bærilegar. Henti- og
endurbótastefnan um aldamótin sam-
svaraði því ekki aðeins beinum hags-
munum skrifræðisins innan flokks og
verkalýðsfélaga, heldur einnig hins
skipulagða vinnandi fólks.
Hrun Annars alþjóðasambandsins við
upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar leiddi
á dramatískan hátt í ljós, að alla sína
tíð hafði það aldrei verið byltingarsinn-
að, þó svo að vesturevrópsk verkalýðs-
hreyfing hefði vaxið mjög á þessum
tíma. Það voru ekki aðeins leiðtogarnir
sem snerust frá sósíalisma til heims-
valdastefnu, heldur einnig sá fjöldi sem
þeim fylgdi. Menntamennirnir, sem
þóttust boðberar byltingarkenninganna,
féllu ekki síður í gröf þjóðrembunnar
en sá verkalýður er lét sér nægja dag-
lega kjarabaráttu. En þar sem Lenín var
löngu hættur að búast við nokkru öðru
af hinum síðarnefndu, og sá auk þess
hækju heimsvaldastefnunnar í svoköll-
uðum „verkalýðsaðli", beindist reiði
hans yfir „svikum“ Annars alþjóðasam-
bandsins gegn leiðtogunum og þá sér-
staklega „bókstafstrúar“-arminum, sem
hann hafði lýst yfir samstöðu með fyrir
stríð. Það var ekki verkalýðsstéttin, held-
ur leiðtogar hennar sem höfðu brugðist;
þeir höfðu svikið bæði marxismann og
öreiga heimsins. Það varð að skipta á
þeim og betri leiðtogum, öðrum flokk-
um og nýju alþjóðasambandi til að hefja
baráttu öreiganna á nýjan leik.
Nærri því öll skrif Leníns eru bar-
áttugreinar (Polemik) og sýna stöðugt
andóf gegn öllum skoðunum og stefn-
um sem viku frá túlkunum hans sjálfs
á marxismanum og sögulegum aðstæð-
um. Af hörku ræðst Lenín á formæl-
endur annarra og andstæðra samtaka og
berst fyrir fræðilegu forræði innan eigin
flokks. Það sem hann telur sig hafa
fram að færa er hin rétta fræðikenning
og þar með hin rétta baráttufræði og
baráttuaðferð byltingarhreyfingarinnar -
fyrst og fremst í Rússlandi en síðar
einnig alþjóðlega.
Verk Leníns beinast gegn sviksömum
leiðtogum, gagnbyltingarsinnum, tæki-
færissinnum og endurskoðunarsinnum.
Þótt í sjálfu sér sé ekkert á móti því,
þá er þessi einhliða takmörkun við leið-
andi hópa sósíalískrar og gervi-sósíal-
ískrar hreyfingar samt undarleg. Félags-
leg viðleitni bænda- og verkalýðsfjöld-
ans myndar í augum Leníns aðeins sjálf-
sagðan bakgrunn hinnar pólitísku bar-
áttu um leiðtogasætið í væntanlegri
byltingu, og þó svo að byltingin sé ekki
möguleg án þessa fjölda telur Lenín það
augljóst mál að hjálparlaust geti fjöld-
inn ekki gert byltingu. Og þar sem
byltingin þarfnast pólitískrar leiðsagnar
liggur hinn ákvarðandi þáttur hennar
ekki hjá fjöldanum sjálfum heldur hin-
um leiðandi flokki og leiðtogum þess
flokks.
Saga verkalýðshreyfingarinnar hafði
raunar sýnt að byltingarsinnaðir leiðtog-
ar í dag geta verið andbyltingarsinnaðir
á morgun og að baráttusamtök stéttar-
innar hverfast auðveldlega í andstæðu
386