Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 11
Hemming Hartmann-Petersen
Viðtal við William Heinesen
Heimkynni
„Óralangt úti í kvikasilfursskímu hafsins rís dálítið land, einmana og blý-
grátt. Borið saman við ógnarvíðerni hafsins er þetta örsmáa klettótta land
varla fyrirferðarmeira en sandkorn á dansgólfi. En skoðað í stækkunargleri
verður sandkornið þó heimur fyrir sig með fjöll og dali, sund og firði og
hús með örsmáu mannfólki...“
Þannig hefst hin fræga skáldsaga GlataSir snillingarx (De fortabte
spillemænd) eftir færeyinginn William Heinesen, og það er þessi smá-
heimur með undarlegu mannlífi sínu sem hann hefur stækkað og lýst upp
í fjölmörgum skáldsögum sínum, smásögum og Ijóðum. Það er líka þessi
heimur sem blasir við honum sjálfum þar sem hann situr í fallegu, rauðu
timburhúsi sínu hátt uppi í norðurhluta Þórshafnar. Þaðan sér hann yfir
bæinn, fjölda smárra, litskrúðugra húsa, höfnina sem er krökk af skipum
og bátum af öllum stærðum — og út eftir firðinum. Þar eru Færeyjar,
blýgráar og grasgrænar — sem mynda umgjörðina um líf hans og skáld-
skap.
Hver er maðurinn?
Heinesen, William, rithöfundur, f. 15/1 1900 í Þórshöfn, sonur Zachari-
asar Heinesen, kaupmanns og útgerðarmanns, og konu hans Caroline Jacob-
ine f. Restorff. K. 10/11 1932 Elise Susanne H., f. 1/2 1907 í Signebp,
dóttir Michael Johansen og konu hans Jacobine, f. Thomsen.
1 Sagan hefur komið út á íslensku undir nafninu Slagur vindhörpunnar, en útvarps-
gerð hennar og leikgerð bar nafnið Glataðir snillingar, og verður það notað hér.
Þýðing tilvitnunarinnar er eftir Þorgeir Þorgeirsson.
*-t>y