Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 155

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 155
Landnámu í Geitdal vegna þeirrar miklu skriðu sem vitað er um að hefur átt sér stað einmitt í Geitdal árið 1185. Sú skriða hafði samkvæmt Nordal orð- ið tengd frásögninni um Hrafnkel í Landnámu, og söguhöfundurinn hafi fylgt því. (Hér, segir Hofmann, virðist Nordal „ausnahmsweise“ (24) hafa hugsað sér munnlega geymd bak við söguna!) En jafnvel ef sagan er ekki rituð fyrr en um árið 1300, hlýtur að áliti Hofmanns skriðan 1185 — þegar átján menn fórust — að hafa lifað í manna minnum þar eystra. Það sé lítt hugsanlegt að þessu slysi hafi verið ruglað saman við skriðu á landnámsöld (24—25), a. m. k. ekki á þessum slóð- um. Gagnstætt Oskari telur Hofmann sennilegt að höfundur Hrafnkels sögu hafi þekkt bæði afbrigði landnámssagn- arinnar, það sem er í Landnámu og ann- að beint úr munnlegri geymd. Hann hafi svo reynt að samræma þau, eins og miðalda sagnfræðingar voru vanir að gera í slíkum tilfellum (26), en tekist miður vel. 4 Annað atriði í sögunni, sem Oskar sér sem vott um að hún sé byggð á arf- sögnum, er hlutur Freyfaxa og samband Hrafnkels við hestinn. Eins og Hof- mann vísar Oskar hér til ritgerða eftir þá Knut og Aslak Liest0l, sem birtust nokkrum árum eftir rit Nordals sem andmæli við skoðun hans. En Aslak Liest0l „sýndi fram á að helstu atriði Freyfaxaminnisins eru samhljóða mörg- um ævagömlum heimildum um hesta- dýrkun með indóevrópskum þjóðum" (33). Knut Liest0l hélt því fram „að úreltar siðvenjur féllu jafnan í gleymsku er þær legðust af nema því aðeins að þær tengdust atvikum eða atburðum sem Umsagnir um bcekur lifðu í sögnum". Þannig „hefði hest- dýrkun úr heiðni naumast getað orðið mikilvægt atriði í sögu sem sett var sam- an seint á 13. öld nema munnmcsli tengd henni hefðu lifað“ (33—34; ská- letrun mín). I sambandi við Freyfaxaminnið gerir Hofmann nokkrar athugasemdir um þá dýpri merkingu sem það getur hafa haft á sínum tíma, en sem áreiðanlega hefur verið glötuð eða misskilin þegar sagan var rituð. Kannski endurspeglast í árekstrinum milli Hrafnkels og Sáms einhverjar andstæður í trúmálum, t. d. milli Freysdýrkenda og Oðinsdýrkenda? Og kannski hefur hið einkennilega pynd- ingaratriði, þegar Hrafnkell og menn hans eru hengdir upp á hásinunum, ver- ið liður í einhverri helgiathöfn? 5 En ef við gerum nú ráð fyrir að bæði frásögnin um atburðinn í Geitdal og Freyfaxaminnið séu byggð á ein- hverjum arfsögnum, þá er þetta vita- skuld fjarri því að vera „saga“ manns. „Aðalviðburðirnir", sem Nordal talar um, eru eftir, m. ö. o. allt það sem gerir söguna að sögu: dráp Einars, Þjóstars- synirnir frá Vestfjörðum, alþingisdóm- urinn yfir Hrafnkatli, brottrekstur hans frá Aðalbóli, uppgangur hans í annari byggð, dráp Eyvindar, endurheimt Aðal- bóls og hefnd Hrafnkels á Sámi. En um þessa atburðarás er engum öðrum heim- ildum en Hrafnkels sögu til að dreifa. Oskar verður þá að reyna að rengja þá staðhæfingu Nordals að þessir aðal- viðburðir hafi „aldrei gerzt" á svo að segja óbeinan hátt. Samkvæmt skrá um hina „göfugustu" eða „stærstu" land- námsmenn í Landnámu hlýtur Hrafn- kell að hafa verið „einn af hinum 36 goð- orðsmönnum sem tóku völd í landinu þegar allsherjarríki var stofnað, því að 377
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.