Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 157

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 157
það er hægt að staðsetja hvaða reyfara sem er í Reykjavík og fara rétt með öll nöfn á götum, opinberum byggingum, veitingahúsum o. s. frv., án þess að sag- an yrði „sennilegri" þess vegna. Slík at- riði bera einungis vott um staðþekkingu höfundarins. Oskar reynir einnig að bjarga Frey- faxahamri, „sem menn hafa að vonum saknað neðan túns á Aðalbóli". Hann bendir á að textunum ber „nokkuð á milli“ um staðsetningu hamarsins, og að þeir gætu báðir „verið afbakaðir“ (40— 41): A-texti Þeir leiða nú hestinn ofan eptir vellin- um. Einn hamarr stendr niðr við ána, en fyrir framan hylr djúpr. D-texti Þeir leiða nú hestinn ofan eptir vellin- um ok fram með ánni; fyrir neðan bæ- inn standa hamrar stórir ok fors einn; þar var einn hylr djúpr. Oskar er þeirrar skoðunar að „óná- kvæmni sú sem hér kemur fram miðað við staðhætti" sé „líklegri til að vera sök ritara en höfundar“ (41) — en handrit þau sem hér um ræðir eru komin af Suður- og Norðurlandi. En eru ekki lýs- ingar beggja handritanna reyndar mjög svipiíkar? Og hvers vegna skyldu ritar- ar, væntanlega ókunnugri staðháttum en höfundur sögunnar, fara að rjála við slík atriði? Er ekki líklegra að þessi staðsetn- ing hamarsins, eða hamranna, sé upp- hafleg? 6 Oskar f jallar ekki einungis um hugs- anlega munnmælahefð í Hrafnkels sögu, þó að það sé aðaltilgangur hans. Síðari hluti rits hans, kaflarnir 8—10 (44— Umsagnir um btskur 67), tekur m. a. upp ýmis sjónarmið við- víkjandi túlkun sögunnar, „grundvallar- hugsun eða þema“ (49) hennar. A því sviði hafa margir fræðimenn lagt orð í belg á seinni árum. Oskar tekur sérstaklega til athugunar þá skoðun sem Hermann Pálsson gerðist ötull talsmaður fyrir í riti sínu Art and Ethics in Hrafnkel’s Saga (1971): að sagan væri „eins konar siðfræðileg dæmisaga, athugun á ofmetnaði (hybris) Sturlungaaldar út frá siðgæðisboðskap kaþólsku kirkjunnar á miðöldum", og að atburðir hennar væru „allir háðir kerfisbundnum lögmálum kristinnar sið- fræði“ (49). Oskar vísar þeirri skoðun yfirleitt á bug, en finnst samt ástæðu- laust „að véfengja að í ýmsum hug- myndum sögunnar gæti kristinna við- horfa". Sem dæmi nefnir hann þá hugs- un „að líkamlegur sársauki kveiki sam- úð, sem virðist liggja til grundvallar því atriði sem þótt hefur hvað vand- skýrðast, er Þorkell Þjóstarsson lætur Þorbjörn karl þrífa í tá Þorgeirs" (46— 47). En það er varla hægt að sanna að slík hugsun sé sérlega kristin, eða að hún sé óþekkt í heiðnum sið. Við erum stundum of hneigðir í rannsóknum okkar á íslendingasögum að gera bilið milii „heiðinna" og „kristinna" hug- mynda alltof mikið. Sú kenning að eðli manna hafi gerbreyst í sambandi við trúarskiptin virðist einkennilega óraun- sæ. Ætli innra eðli manna og tilfinn- ingar umturnist svo auðveldlega? Þeir hafa til dæmis líklega alltaf vitað hvað sársauki er, bæði líkamlegur og sálar- legur, og getað af eigin reynslu gert sér í hugarlund hvernig náungar þeirra finna til. Það er heldur engin ástæða að hugsa sér samúð sem eins konar einka- réttindi kristinna manna. Oskar tekur skýrt fram að hann hafi 379
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.