Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 60
Tímarit Máls og menningar
hafi blótveislur farið fram í heimahúsum, og þá í drykkjuskála eða
öðru stóru húsi sem annars hafi verið dvalarstaður heimafólks.3 Engin
ótvíræð hoftóft hefur enn fundist hér á landi, en Olsen hallast að því
að hin fræga tóft á Hofstöðum í Mývatnssveit sé skálatóft af því tagi
sem getið er hér á undan. Kristján Eldjárn segir í Sögu Islands I 111:
„Á hinn bóginn mun mega treysta því að fornmenn hafi haft sérstaka
samkomustaði til trúariðkana og nefnt þá hof.“ Og honum þykir líklegt
að nefnd tóft á Hofstöðum sé hofrúst, „þangað til annað fullreynist að
vera sannara...“. I bók sinni viðurkennir Olsen að Adam úr Brimum
muni segja satt um heiðið guðshús (templum) í Uppsölum á sínum
dögum (á síðara helmingi elleftu aldar), en vill heldur kalla það hörg
en hof, því að sums staðar hafi verið gjörð hús yfir goðaiíkneskjur á
helgistöðum úti í náttúrunni. I grein sem hann hefur skrifað síðar (1969)4
í tilefni af merkilegum fornleifafundi á hinum forna helgistað heið-
inna manna á Mæri í Þrándheimi (samkv. konungasögum) hefur hann
játað að þar kunni að hafa verið samskonar guðshús á undan kirkjunni.
Um orðin hörg og hof í Völuspá og nokkrum öðrum Eddukvæðum
segir Olaf Olsen að þar sé um að ræða bústaði goða og því engin furða
þótt þeir hafi verið taldir hátimbraðir, en af því leiði ekki að þvílíkar
byggingar hafi verið til í mannheimum.
Nú er orðið hof germanskt og þýðir á fornsaxnesku og fornháþýsku
bóndabær, garður og höll, og á fornensku girtur reitur, bústaður, musteri.
Síðast talda merkingin kemur heim við notkun orðsins í fornum nor-
rænum þýðingum úr latínu í merkingunni heiðinn helgidómur.
I kapítulanum Lúkas í Sonatorreki leggur Halldór út af vísuorðun-
um: skal eg þó glaður / með góðan vilja / og óhryggur / heljar bíða
(lokaorð kvæðisins). Honum þykir „lært orðafar, og þó einkum listræn
heild kvæðisins“ girða fyrir að það hafi getað varðveist í átta eða níu
kynslóðir óskrifað, þ. e. frá því það á að hafa verið ort samkvæmt sög-
unni og þangað til Egilssaga er skrifuð. En að þessu sinni eru það orð-
in „með góðan vilja“ sem hann ræðir sérstaklega og kemur þá í ljós
að hann hefur ekki að ófyrirsynju lesið guðspjöllin á latínu og er kunn-
3 Þetta er raunar skýring Fritzners í orðabók sinni: særligen: Gaard hvori holdtes
blotveizla til en eller flere guders ære...
4 Norwegian Archaeological Review, vol. 2, bls. 27.
282