Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 176

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 176
Tímarit Máls og menningar fá vörur sínar, þar sem það hafði ekki upp á neitt að bjóða í skiptum. Innan- ríkisstefna bolsévika ákvarðaðist af stöðu þeirra gagnvart bændum. Þeim var einungis hægt að halda ánægðum á kostnað verkalýðsins, og hagsmuni verkamanna var aðeins hægt að tryggja á kostnað bænda. Til að halda völdum hygluðu bolsévikar stéttunum á víxl, og þeir gerðu sig að lokum óháða þeim báðum með því að byggja upp allsráð- andi ríkisbákn, sem drottnaði yfir öllu samfélaginu. Venjulega er borgarastyrjöldin gerð ábyrg fyrir alræði bolsévika. Það er rétt, en hitt ekki síður, að borgarastríðið tryggði bolsévikum ríkisvaldið. Fyrsta stofnunin, sem byggð var upp við hlið flokksins, var Tscbekan (leyniþjónust- an), en hún hafði það hlutverk að berj- ast gegn gagnbyltingunni í öllum henn- ar birtingarformum. Rauði herinn kom í stað „vopnaðra verkamanna“, og í hernum kom hefðbundinn agi í stað hermannaráða. Rauði herinn barðist gegn innri og ytri óvinum og þarfnað- ist sérfræðinga, þ. e. þeirra yfirmanna keisarahersins, sem buðu bolsévikum að- stoð sína. Alit stjórnarinnar óx við sigra hersins. Hver sem afstaða bænda og verkamanna var að öðru leyti, voru þeir neyddir til að styðja bolsévika í borg- arastríðinu, því að afturhvarf til fyrri stjórnar hefði aðeins getað skaðað þá. Bændurnir vörðu nýfengnar eignir, en mensévikar, þjóðbyltingarmenn og anar- kistar börðust hreinlega fyrir lífi sínu. Erlend íhlutun í borgarastyrjöldina setti þjóðernislegan blæ á hana og gaf ríkis- stjórninni tækifæri til að heyja stríðið í nafni föðurlandsins. Þegar borgarastríðinu lauk, dró það ekki úr alræði bolsévika, heldur jókst það enn og beindist nú auk þess alger- lega gegn hinni áður „löghlýðnu and- stöðu“. Strax í mars 1919 voru þær raddir háværar á flokksþingi bolsévika, sem kröfðust þess að allir andstöðu- flokkar yrðu brotnir á bak aftur. Þó var flokkurinn ekki reiðubúinn til þess fyrr en 1921 að útiloka alla óháða stjórn- málaflokka og andstöðuhópa í eigin flokki. Sigursælar lyktir borgarastríðsins höfðu gefið andstöðunni tækifæri til að ráðast á alræði flokksins, sem hún var ekki lengur reiðubúin til að umbera. Bændur kröfðust þess, að afnuminn yrði sá stríðsskattur, sem bolsévikar höfðu neyðst til að koma á með valdboði. Verkamennirnir mótmæltu slæmum kjörum og vinnuhörku í verksmiðjun- um. Alda verkfalla og mótmælaaðgerða náði hápunkti sínum i uppreisninni í Kronstadt. Uppreisnirnar beindust ekki gegn ráðafyrirkomulaginu, heldur alræði bol- sévikaflokksins. Ríkisstjórnin var sótt til ábyrgðar fyrir allt það sem miður fór í kjörum manna, en ekki var lengur hægt að hafa áhrif á stjórnina í gegn- um ráðin. Til þess að hægt væri að nýta þau lýðræðislega, varð að binda endi á einokun bolsévika á ríkisstjórninni. Krafan um „frjáls ráð“ merkti ráð sem væru frjáls undan forsjá bolsévika, en það gat í raun aðeins merkt: ráð án bolsévika. Krafan fól í sér pólitískt frelsi fyrir öil samtök og alla strauma, sem tekið höfðu þátt í rússnesku bylt- ingunni, sem sé einnig fyrir fylgismenn borgaralegs lýðræðis, sem vildu halda sér innan ramma kapítalismans. I smttu máli: uppreisnarmennirnir kröfðust aft- urhvarfs til þess ástands, sem ríkti fyrir valdatöku bolsévika, þ. e. a. s. þeir kröfð- ust þess að bylting bolsévika yrði tekin afmr. Það var óhjákvæmilegt að uppreisnin 398
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.