Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Qupperneq 159
RITDÓMAR
stöðum sínum og kennisetningum trú-
arbragða og kemst að þeirri niðurstöðu
að þetta sé á vissan hátt samræmanlegt:
„hvorttveggja megi telja geislabrot eins
og sama undirstöðusannleiksljóss“, eins
og hann orðar það.
Brynjúlfur hefur verið gagnrýndur
fyrir að byggja kenningar sínar á trúar-
legum forsendum sem hvorki sé hægt að
sanna né afsanna, en það hafa fleiri
heimspekingar gert, og mætti jafnvel
segja að hann sé að þessu leyti í nokkuð
góðum félagsskap. Það skiptir öllu meira
máli, að í röksemdafærslunni heldur
hann sig jafnan innan ramma heimspek-
innar, með nokkurri hliðsjón af eðlis-
fræði síns tíma, og leitast við að vera sem
rökfastastur. En ekki er ólíklegt að þeir
lesendur Brynjúlfs sem kunnugir eru
hugmyndasögu Vesturlanda kannist
sums staðar við ýmsar þekktar heim-
spekihugmyndir, bæði gamlar og nýjar
en vandlega felldar inn í kerfið, og er þá
komið að þriðja sjónarhorninu sem
hægt er að skoða verkið úr. Það er nefni-
lega merkilegt viðfangsefni að kanna
hvernig hugmyndir sem eru upphaflega
komnar úr mjög kunnáttusamlegri
heimspeki síast smám saman út til
manna sem eru kannske víðsfjarri sjálf-
um uppsprettunum og hvað þeir gera
síðan úr þeim. Stundum er um að ræða
gamalgrónar kenningar en stundum
hugmyndir sem virðast liggja í loftinu á
einhverjum ákveðnum tíma. Um þess
konar útbreiðslu má segja að verk Brynj-
úlfs sé merkileg heimild, og er það ekki á
neinn hátt að gera lítið úr því. Slík út-
breiðsla getur nefnilega verið með ýms-
um hætti, bæði útþynning og andleg
ffjóvgun. Eins og fornskrýmslafræðing-
ar geta endurgert heila risaeðlu eftir einu
róhibeini eru dæmi um að heimspeki-
lega hyggjandi menn, og Brynjúlfur var
tvímælalaust einn af þeim, geti tínt upp
af götu sinni væskilslega hugmynd, sem
hafði oltið niður úr sínu heimspekilega
hreiðri, og séð í henni það sem öðrum
var hulið, jafnvel endurgert það kerfi sem
hún var upphaflega liður í eða notað
hana sem lið í eigin hugsun. Þannig geta
menn verið andlega skyldir, þótt ekki sé
hægt að finna nein bein, skýr tengsli á
milli þeirra. Á þennan hátt er mjög fróð-
legt að velta fyrir sér hugsun Brynjúlfs í
víðara samhengi, sem merkilegt vitni um
tíðarandann, og ætti að vera verkefni fyr-
ir þá sem fást við hugmyndasögu.
Það eykur gildi þessarar útgáfu að verki
Brynjúlfs fylgja einnig bréf ffá honum
sjálfum um kenningarnar, bréf nokkurra
samtímamanna til hans og loks tveir rit-
dómar sem birtust þegar verkið var ný-
komið fýrir almennings sjónir.
Einar Már Jónsson
í frosnum draumi
Þórunn Valdimarsdóttir: Alveg nóg. Forlagið
1997. 149 bls.
Eitt sinn fjölluðu ástarsögur um einn
mann, eina konu og eina ást. Nú fjalla
þær um margar ástir. Margar konur í lífi
manns, marga menn í lífi konu. Og svo
eru fleiri ástir. Það eru svo margar hliðar
á ástinni; maður kona, barn, foreldrar,
heimili, náttúra, landið - og svo eru
margar aðrar hliðar; vonbrigði, svik,
höfhun, reiði, missir. Ástin er ekki varan-
leg, frekar en lífið. Fólk deyr, fólk fer og
fólk gerir mistök. Fólk er mennskt.
Guðrún Jónsdóttir, söguhetjan í Alveg
nóg, er svona mennsk. Hún situr í Dan-
mörku og lítur til baka, á fortíð sína, sem
hefur verið ferðalag um lendur ástarinn-
ar. Hún hefur alltaf verið ástsækin; hún
finnur sér menn til að elska og hún eign-
ast börn til að elska og tekst á einhvern
dvdarfullan hátt að spinna kafla ástar inn
í vef sinn sem einkennist af brauðstriti.
Lítill tími til allra hluta. Lítill tími til að
rækta samband milli konu og manns,
milli móður og barns. Ástin verður að
augnabliksskemmtun, andartakshvíld;
varanleikinn horfinn. Hún þarf annars
konar lífsstíl. Og þó. Ástin hefur ekkert
tryggingakerfi.
TMM 1998:2
157