Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 12

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 12
ÁstRÁðuR EystEinsson 12 Landnámssetrið er dæmi um sýningarstað án safns efnislegra frum- minja, ef svo má að orði komast. Að svo miklu leyti sem setrið tengist Eglu, má þetta teljast dæmigert fyrir miðaldaarf Íslendinga. Þótt ýmsir gripir séu til úr fornleifauppgröftum er illmögulegt að tengja nokkra þeirra með beinum hætti við sögurnar sem segja frá landnáminu og átök- um í hinum ýmsu goðorðum landsins. En hugsanlega er þetta ekki áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum birti Elaine Heumann Gurian grein þar sem hún heldur því fram að gripir séu „ekki hjarta safnsins“. Kjarna safns- ins segir hún frekar felast í því að það sé „staður sem geymir minningar og sem setur fram og skipuleggur merkingu á einhvern skynrænan hátt. Það er í senn efnisleiki staðarins sem og minningarnar og sögurnar, sem þar er komið á framfæri, sem eru mikilvægar.“ Enn fremur segir hún að þessir tveir lykilþættir safna, staður og endurminningar, takmarkist ekki við söfn.9 Þannig opnast safnahugtakið á spennandi hátt. Það ætti ekki að vera til trafala fyrir söfn þótt óljóst kunni að vera hvar mörk þessa fyrirbæris eru – þó að safnið drekki í sig ummerki annarra fyrirbæra en setji á hinn bóginn einnig svip sinn á aðra merkingarheima, hvort sem það eru land- svæði, heimili eða skáldsögur. Þótt Landnámssetrið sé ekki safn í ströng- um skilningi, þá er það sannarlega minningasetur og eitt helsta aðdráttar- afl þess sem staðar er sú reynd að gesturinn er á staðnum, á sögusviði Eglu. Landslagið er í megindráttum enn til staðar, þótt það sé að nokkru leyti í samspili við vaxandi þéttbýli; hægt er að fara að Borg, þar sem býli Egils var, og á aðra staði sem við sögu koma í Eglu. Hið sama á við um önnur viðlíka „sýningarrými“ á landinu, m.a. hinar svokölluðu „njáluslóðir“. „Minjarnar“ eru því landsvæðið sjálft. Um þetta snerist raunar skipulögð ferðamennska í árdaga þeirrar starfsemi á Íslandi: erlendir aðdáendur fornbókmenntanna fóru um landið til að komast á söguslóðir Íslendinga- sagna. Lykilatriði var að geta verið á staðnum – til dæmis á Þingvöllum, fremst sé verið að veita gestum betri þjónustu eins og talin hefur verið almenn þróun safnastarfsemi á síðustu áratugum. Sbr. umræðu í grein eftir neil Kotler og Philip Kotler, „Can Museums be All Things to All People?: Missions, Goals, and Marketings’s Role“, Museum Management and Curatorship, 3/2000, bls. 271–287. Sjá einnig grein Önnu Þorbjargar Þorgrímsdóttur, „Menningararfur með strípur. Varðveisla eða miðlun?“, Ritið, 1/2008, bls. 7–32. 9 Elaine Heumann Gurian, „What is the Object of this Exercise? A Meandering Exploration of the Many Meanings of Objects in Museums“, Daedalus, 3/Summer 1999, bls. 163–183, hér bls. 165.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.