Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 21

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 21
SÖFnUn OG SýninGARRýMi 21 draum um að ná tökum á borginni og ná að sýna hana sem lífheim manna og mannvirkja; stórt safn sem hangir saman á ótal þráðum. Til hugar koma til dæmis Alexandría í fjórleik Lawrence Durrell19 og Dyflinnarborg í verkum James Joyce, og þá sérstaklega í Ulysses (1922). Sú skáldsaga er eitt skýrasta dæmi um það hvernig bókmenntaverk getur breytt raunveru- legum stað, og í þessu tilviki stórum, flóknum stað, í einskonar sýningar- rými – og enn flykkjast lesendur Joyce til þessa sýningarrýmis til að geta „séð“ og skynjað skáldsöguna þar. Tyrkneski nóbelshöfundurinn Orhan Pamuk býr einnig yfir einstakri snilld við að skapa samspil mannlífs og sviðsmyndar borgarinnar. Þetta má sjá í skáldsögunni Snjó (2002), en með henni kom hann borginni Kars í austanverðu Tyrklandi á kortið hjá ótal lesendum og verður vafalaust í hugum margra einn af „höfundum“ þeirrar borgar. Sjálfur býr Pamuk þó í istanbúl og hefur skrifað sjálfsævisögulega bók um heimaborg sína (Istanbúl. Minningarnar og borgin, 2003), en ekki látið þar við sitja því að skáldsagan Safn sakleysisins (2008) er einum þræði saga um istanbúl. Hún er sögusvið ástarsambands sem leiðir til þess að sögumaðurinn gerist ástríðufullur safnari hverskyns hluta sem tengjast stúlkunni sem hann féll fyrir. Þannig býr hann til sérstakt safn, Safn sak- leysisins, en sagan sjálf býr jafnframt yfir ótal hugleiðingum um söfn, ekki síst um það hvernig minningar tengjast ákveðnum hlutum og „safnast“ í þá.20 Samspilið í verkinu milli borgar, safns og skáldsögu tekur svo á sig merkilega eftirmynd þar sem raunveruleikinn hermir eftir skáldskapnum, 19 Lawrence Durrell, Alexandria Quartet, 1957–1960. 20 Safnavitundin í sögu Pamuks tekur í senn til skáldsögunnar sjálfrar sem forms og miðils, og til þeirrar heimsmyndar sem liggur henni til grundvallar; allt frá hinu víðtækasta samhengi til persónulegustu muna og nágrennis. Til dæmis um hið fyrrnefnda er þessi tilvitnun, sótt í enska þýðingu verksins: „Anyone remotely int- erested in the politics of civilization will be aware that museums are the reposito- ries of those things from which Western Civilization derives its wealth of know- ledge, allowing it to rule the world, and likewise when the true collector, on whose efforts these museums depend, gathers together his first objects, he almost never asks himself what will be the fate of his hoard.“ Hins vegar þessi orð, eftir að faðir sögumannsins Kemals deyr: „From time to time i opened up his drawers, to touch the things that carried so many of my early memories. My father’s death had turned these familiar props of childhood into objects of immeasurable value, each one the vessel of a lost past.“ Orphan Pamuk, The Museum of Innocence, þýð. Maureen Freely, London: Faber and Faber, 2009, bls. 73 og 226. Þótt Kemal viti af hinum stóru söfnum er þetta skúffusafn nær þeirri hugmynd um hið „persónu- lega safn“ sem verður leiðarljós hans. Hann fer um víða veröld til að kanna margs- konar söfn, ekki síst söfn tengd einstaklingum eða sérhæfðum munum – „sér- viskuleg“ söfn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.