Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 29

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 29
29 ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD á nýjustu tækni og vísindum, náttúrusögu og listum.9 Ferðalög þeirra og bréfaskipti ófu vef þekkingar um heimsálfuna. Fyrstu furðustofunni var komið á laggirnar í Vín árið 1550. Í eina og hálfa öld voru þær aðalmálið, tíska sem fangaði og tókst á við félagslegt, pólitískt og efnahagslegt umrót síns tíma. Tískan rann sitt skeið við upphaf 18. aldar og á fáeinum árum hurfu furðustofurnar eins snögglega og þær höfðu tekið Evrópu með trompi.10 Menn hefðu orðið að ferðast vítt og breitt um veröldina til þess að berja augum í sínu upprunalega umhverfi þá hluti sem furðustofurnar drógu saman. Af þeim sökum voru sýnishorn úr náttúru nýja heimsins og gripir frá íbúum hans mikils metnir. Fjarlægð í tíma, fremur en rúmi, skildi forngripi frá safnaranum og gestum hans. Stöku munir voru hvorki langt að komnir né fornir en þóttu stórmerkilegir vegna þess hve „fríkaðir“ þeir voru, þ.e.a.s. að þeir mörkuðu frávik frá því sem venjulegt gat talist og voru fáheyrðir í hversdegi safngestanna, t.a.m. einhyrningshorn og van- sköpuð fóstur, síamstvíburar og tvíhöfða kindur. Slíkur „óskapnaður“ vitn- aði um almætti guðs, sem gat breytt gangi náttúrunnar ef honum þóknað- ist. Allir vöktu munirnir „forvitni“ og „undrun“. Þessa forvitni og undrun sem allt framandlegt, fornt eða fríkað vakti er rétt að skoða með hliðsjón af stækkandi sjóndeildarhring þessa tíma. Eins og bókmenntafræðingurinn Stephen Greenblatt hefur haldið fram var undrunin kjarninn í „upphaflegum viðbrögðum Evrópubúa andspænis nýjum heimi, og lýsti afgerandi tilfinningalegri og vitsmunalegri upplifun frammi fyrir róttækum mismun.“11 Undrunin sem framandleikinn vakti var einnig vakin af mismun hins forna frá viðmiðum samtímans. Blómaskeið fornfræðinnar hófst hér við upphaf nútímans. Forvitnin um fyrri tíð nærð- ist m.a. á nýrri stöðu móðurmálsins í kjölfar siðaskiptanna, leit virtúósanna að virðingarhlutum og nýrri viðleitni stjórnvalda til að réttlæta völd sín með skírskotun til sögunnar. Þekkingarsköpun virtúósanna speglaði ört stækkandi sjóndeildarhring- inn með því að þjappa fjölbreytni heimsins saman og stilla henni upp til 9 Marjorie Swann, Curiosities and Texts. The Culture of Collecting in Early Modern England, Philadelphia: University of Pennsylvania Press, 2001, bls. 4. 10 Krysztof Pomian, Collectors and Curiosities, Paris and Venice, 1500–1800; Arthur MacGregor, Curiosity and Enlightenment; Patrick Mauries, Cabinets of Curiosities; Dominik Collet, Die Welt in der Stube. 11 Stephen Greenblatt, Marvellous Possessions. The Wonder of the New World, Chicago: The University of Chicago Press, 1991, bls. 14.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.