Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 44

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 44
VALDiMAR TR. HAFSTEin 44 Orð Arngríms lærða gefa góða mynd af hlutverkinu sem undrunin gegndi í þekkingarleit 17. aldar. Sem fyrr segir undirstrikaði furðustofan fjarlægð safngripanna frá veruleika safngesta – ýmist með aðskilnaði í rúmi (fram- andi hlutir) eða tíma (forngripir) eða með fráviki frá venjulegum gangi náttúrunnar (frík). Gestirnir urðu „gagnteknir af undrun“ vegna þess hve hlutirnir á safninu – í allri sinni gnótt – stóðu langt handan við skilning þeirra og væntingar. Arngrímur lofar einnig „skilningsgáfuna“ sem var gefin einum manni og opinberast í myndinni af safni Worm. Um þetta snerust virtugheit virtúósans: Skilning – að skilja sköpunarverk Guðs í öllu sínu veldi. Skilningur og söfnun tvinnuðust þannig saman. Því yfirgripsmeira sem safnið var, því meiri var samþjöppun tíma og rúms innan þess og þeim mun tilkomumeira var valdið sem safnarinn hafði og safnið kunngerði. Það var þetta sem gerði „skilningsgáfuna“ himneska. Hún ber vott um órjúfanlegt samband þekkingar og valds.59 Söfnin og skrárnar voru tæki sem ný stétt veraldlegra menntamanna notaði til að vinna sér sess við hlið veraldlegra yfirvalda og geistlegra, sem áður höfðu einokað allan lærdóm. Söfnin og skrárnar gerðu vald og verð- leika virtúósanna sýnilega, því þau gerðu þekkingu þeirra áþreifanlega og þá skilningsgáfu sem gaf þeim vald á flóknum veruleika sem aðra undraði. Rúmsjór fornfræðanna Virðingarvegir Ole Worm lágu þó ekki allir um furðustofuna hans. Hann er ekki síður kunnur sem safnari fornra fræða, þ.m.t. rúnaáletrana, gamalla skjala, sagna og siða. Í því söfnunarstarfi var Ísland mikilvægt hnit í tengsl- aneti virtúósans Worm, sem sankaði að sér handritum með aðstoð lærðra Íslendinga og námsmanna í Höfn. Í bréfi frá 1626 til annars fornfræðings og virðingarmanns lýsir Worm því hversu mjög hann hafi helgað sig söfnunarstarfinu: „Ég veit ekki hvaða vindar hafa feykt mér út á þennan rúmsjó fornfræðanna; ég sé ekki til capimus, admirari, non vilipendere cum brutis. Ea enim est Dei intentio, cum tantum hominem homine præstare facit, ut qvantum supera inferioribus excellant, indagemus et intelligamus et Datori laudes concinamus“, Ole Worm, Ole Worm’s correspondence with Icelanders, bls. 73 (bréf 35); Ole Worm, Breve fra og til Ole Worm, bls. 384. 59 Um samband valds og þekkingar í sögu safna, sjá t.d. Eilean Hooper-Greenhill, Museums and the Shaping of Knowledge, new York: Routledge, 1992.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.