Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 47

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 47
ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD 47 sig á hve mikilvægur stuðningur prinsins var fyrir söfnunarstarfið, en þegar hann sneri heim til Danmerkur var engu slíku til að dreifa af hálfu Kristjáns iV.“67 Schepelern bætir við: „Þrátt fyrir það tókst hann einn og óstuddur á herðar að setja saman safn í Kaupmannahöfn og það var ekki fyrr en eftir andlát Kristjáns iV árið 1648 sem hann naut beinnar konung- legrar verndar, enda átti hann í nánum samskiptum við nýja kónginn síð- ustu sex ár ævinnar“.68 Að Ole Worm gengnum rann safnið hans síðan inn í hið konunglega Kunstkammer, sem nýi kóngurinn, Friðrik iii, stofnaði nokkrum árum áður (og myndaði síðar stofninn í Þjóðminjasafni Dana). Ég hef ekki ástæðu til að draga orð Schepelern í efa hvað furðustofuna áhrærir, en hitt er ljóst að Worm naut stuðnings Kristjáns iV við a.m.k. sumt sem hann tók sér fyrir hendur, þar með talið söfnun rúnaáletrana, skjala og munnmæla með spurningaskránni góðu frá 1622. Aftur á móti og af einhverjum sökum (e.t.v. löngun til að gera hlut Worm stærri með því að leggja áherslu á að hann hafi verið einn að verki) þá víkur Schepelern hvergi að því hve náið samband var á milli Ole Worm og Christian Friis frá Kragerup, kanslara danska ríkisins. Worm og Friis voru góðir vinir og deildu ástríðu fyrir vísindum og fornum fræðum. Kanslarinn var sjálfur lærður maður og hafði lagst í langferð að lærðra manna sið um áratug á undan Worm.69 Þeir bjuggu hlið við hlið, hittust svo að segja á hverjum degi, en auk þess var Ole Worm líflæknir kanslarafjölskyldunnar.70 Bréfasafn Worm leiðir í ljós að hann kom gjarnan fram sem fulltrúi kanslarans í samskiptum við pennavini sína. Worm gat jafnframt reitt sig á stuðning kanslarans og í krafti þessa stuðnings gat hann boðist til að redda heimildamönnum sínum eða greiða úr vanda þeirra í skiptum fyrir safn- gripi, skjöl eða handrit. Til dæmis um slíka fyrirgreiðslu má grípa niður í bréf frá Ole Worm til Magnúsar Ólafssonar, sóknarprests að Laufási, sem var einna lærðastur manna á sinni tíð um íslenskar fornsögur og -kvæði: Ég hef rætt kringumstæður þínar aftur við vorn háa herra kansl- arann: Ef það hentar þér að eftirláta syni þínum sóknina á ásætt- anlegum kjörum, nefnilega að hann taki yfir embættisskyld- 67 H.D. Schepelern, „The Museum Wormianum Reconstructed“, bls. 84. 68 Sama rit. 69 Ole Degn, Christian 4.s. kansler. Christen Friis til Kragerup (1581–1639) som men- neske og politiker, Viborg: Udgiverselskab ved Landsarkivet for nørrejylland, 1988, einkum bls. 9–14 og bls. 178–180. 70 Sama rit, bls. 106–109.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.