Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 66

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 66
LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn 66 Gunnarsstofnun er ein þekktasta menningarstofnun Austurlands og Austfirðingar og Héraðsbúar halda stoltir minningu Gunnars Gunnarssonar skálds á lofti að Skriðuklaustri. Skáldið reisti þar stórhýsi sumarið 1939 en þar er nú rekið menningar- og fræðasetur með starfsemi allan ársins hring.21 Skriðuklaustur gegnir mikilvægu hlutverki í sögulegu minni heimamanna auk þess sem fjöldi ferðamanna heimsækir Gunnarsstofnun árlega. Landsvirkjun tengir sig hinu sögulega minni og staðsetning kynn- ingarskrifstofu fyrirtækisins gæti því vart verið heppilegri. Orkuframleiðsla Landsvirkjunar á sér stað í óbeislaðri náttúru landsins en hún er helsta aðdráttarafl erlendra sem innlendra ferðamanna. Því er talið mikilvægt fyrir fyrirtækið að starfa í sem mestri sátt við ferðamanna- iðnaðinn og byggja upp jákvæða ímynd af sér í huga ferðamanna. Ferðamannaiðnaðurinn verður stöðugt mikilvægari atvinnugrein og hags- munasamtök hans eru sterkur þrýstihópur. Landsvirkjun hefur gripið til ýmissa ráða til að laða lögaðila í ferðamannaþjónustu til samstarfs við sig. „Frekar en að láta fé renna beint til einstakra aðila heima í héraði komum við stundum að málum með því að auglýsa viðburði og tengja það sem við höfum upp á að bjóða við dagskrá sem fram fer á viðkomandi svæði.“22 Markmið Landsvirkjunar er að samsama starfsemi sína náttúru og menningu landsins og marka sér bás sem virkur og eðlilegur þátttakandi í menningartengdri ferðaþjónustu. Á heimasíðu fyrirtækisins eru helstu náttúruundur, menningarmiðstöðvar og aðrir ferðamannastaðir kynntir, og jafnframt er rekið „öflugt kynningarstarf um umhverfisvæna og endur- vinnanlega orkuvinnslu Landsvirkjunar“,23 líkt og starfsemi fyrirtækisins sé óumdeild. Landsvirkjun kappkostar að gera orkustöðvar sínar að jafn- eðlilegum áfangastað ferðamanna og menningarsetur, sögulegar minjar og náttúruundur á borð við Mývatn og Víti í Öskju. Í bæklingnum Combine nature and culture in your sightseeing sem gefinn var út af Landsvirkjun fyrir erlenda ferðamenn er meðal annars kynnt myndlistarsýningin „Lóan er komin“ eftir Steingrím Eyfjörð í Ljósafossstöð, „Hvað er með ásum?“, höggmyndasýning Hallsteins Sigurðssonar í Laxárstöð, Selasetrið á 21 Skriðuklaustur, (e.d.). Vefslóð: http://www.skriduklaustur.is/islsida/skriduklaustur/ klaustur.htm. Sótt 8. maí 2009. 22 Þorsteinn Hilmarsson, munnleg heimild, 4. desember 2008. 23 Landsvirkjun (e.d). Vefslóð: http://landsvirkjun.is/category.asp?catiD=1. Sótt 6. maí 2009.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.