Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 66
LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn
66
Gunnarsstofnun er ein þekktasta menningarstofnun Austurlands og
Austfirðingar og Héraðsbúar halda stoltir minningu Gunnars Gunnarssonar
skálds á lofti að Skriðuklaustri. Skáldið reisti þar stórhýsi sumarið 1939 en
þar er nú rekið menningar- og fræðasetur með starfsemi allan ársins
hring.21 Skriðuklaustur gegnir mikilvægu hlutverki í sögulegu minni
heimamanna auk þess sem fjöldi ferðamanna heimsækir Gunnarsstofnun
árlega. Landsvirkjun tengir sig hinu sögulega minni og staðsetning kynn-
ingarskrifstofu fyrirtækisins gæti því vart verið heppilegri.
Orkuframleiðsla Landsvirkjunar á sér stað í óbeislaðri náttúru landsins
en hún er helsta aðdráttarafl erlendra sem innlendra ferðamanna. Því er
talið mikilvægt fyrir fyrirtækið að starfa í sem mestri sátt við ferðamanna-
iðnaðinn og byggja upp jákvæða ímynd af sér í huga ferðamanna.
Ferðamannaiðnaðurinn verður stöðugt mikilvægari atvinnugrein og hags-
munasamtök hans eru sterkur þrýstihópur. Landsvirkjun hefur gripið til
ýmissa ráða til að laða lögaðila í ferðamannaþjónustu til samstarfs við sig.
„Frekar en að láta fé renna beint til einstakra aðila heima í héraði komum
við stundum að málum með því að auglýsa viðburði og tengja það sem við
höfum upp á að bjóða við dagskrá sem fram fer á viðkomandi svæði.“22
Markmið Landsvirkjunar er að samsama starfsemi sína náttúru og
menningu landsins og marka sér bás sem virkur og eðlilegur þátttakandi í
menningartengdri ferðaþjónustu. Á heimasíðu fyrirtækisins eru helstu
náttúruundur, menningarmiðstöðvar og aðrir ferðamannastaðir kynntir,
og jafnframt er rekið „öflugt kynningarstarf um umhverfisvæna og endur-
vinnanlega orkuvinnslu Landsvirkjunar“,23 líkt og starfsemi fyrirtækisins
sé óumdeild. Landsvirkjun kappkostar að gera orkustöðvar sínar að jafn-
eðlilegum áfangastað ferðamanna og menningarsetur, sögulegar minjar og
náttúruundur á borð við Mývatn og Víti í Öskju. Í bæklingnum Combine
nature and culture in your sightseeing sem gefinn var út af Landsvirkjun fyrir
erlenda ferðamenn er meðal annars kynnt myndlistarsýningin „Lóan er
komin“ eftir Steingrím Eyfjörð í Ljósafossstöð, „Hvað er með ásum?“,
höggmyndasýning Hallsteins Sigurðssonar í Laxárstöð, Selasetrið á
21 Skriðuklaustur, (e.d.). Vefslóð: http://www.skriduklaustur.is/islsida/skriduklaustur/
klaustur.htm. Sótt 8. maí 2009.
22 Þorsteinn Hilmarsson, munnleg heimild, 4. desember 2008.
23 Landsvirkjun (e.d). Vefslóð: http://landsvirkjun.is/category.asp?catiD=1. Sótt 6.
maí 2009.