Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 73

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 73
MEnninGARVÆÐinG ViÐSKiPTALÍFSinS 73 um að vera fylgjendur friðar fagna flestir hátíðisdögum sem gjarnan marka merkilega viðburði í sögu þjóðarinnar. Markmið bankans var að gera sig að gildum þátttakanda í þessum dögum og tengja ímynd sína jákvæðum atburðum og sigrum í sögu þjóðarinnar. Bankinn fékk leikara, listamenn og fleiri þjóðþekkta einstaklinga í lið með sér til að endurskapa á ljósmyndum merka viðburði sem tengdust ein- stökum hátíðisdögum með sem trúverðugustum hætti. Mikil vinna var lögð í að gera auglýsingarnar sögulega réttar og nákvæmar undir hand- leiðslu sagnfræðings. Í auglýsingu í tilefni af kvenréttindadeginum 19. júní árið 2008 var minnst kjörs Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands.47 Endursköpuð var sú stund þegar Vigdís fagnaði sigri í forsetakosningunum árið 1980 á svölum heimilis síns að Aragötu 2 ásamt dóttur sinni Ástríði. Vigdís lánaði heimili sitt til myndatökunnar og kjólinn sem hún klæddist við þetta tækifæri. María Ellingsen leikkona lék Vigdísi í auglýsingunni og dótturdóttir Vigdísar lék móður sína. Landsbankinn var tilbúinn að kosta miklu til að gera hátíðisdagana að sínum og endurtekning herferðarinnar fjögur ár í röð gefur til kynna að bankinn taldi fjárfestinguna skila sér. Áhrifamáttur stuðnings bankans við menningarstarfssemi og velvild lands- manna í garð hans endurspeglast í framgöngu Vigdísar Finnbogadóttur sem hefur orð á sér fyrir að vera einstaklega grandvör í samskiptum við fjölmiðla. Raunar má halda því fram að mjög óvenjulegt sé að fyrrverandi þjóðarleiðtogi láni heimili sitt og ómetanlega minningu úr lífi sínu í aug- lýsingu fyrir fjármálastofnun. Vera kann að forsetinn fyrrverandi hafi litið á auglýsinguna sem auglýsingu fyrir hátíðisdaginn og samsömun bankans við sögulegt minni þjóðarinnar því verið fullkomnuð. Landsbankinn gerði áfanga í sögu sinni að þjóðhátíð á þann hátt að mörkin á milli verundar hans og þjóðarinnar voru nánast afmáð. Tilefnið var 120 ára afmæli bankans 1. júlí árið 2006 og engin fordæmi eru fyrir jafn umfangsmiklum hátíðahöldum fyrirtækis á Íslandi í tilefni af eigin afmæli. Hátíðahöldin stóðu yfir í eitt ár og alls voru skipulagðir 120 við- burðir innan lands sem utan af því tilefni.48 Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur ritstýrði veglegu afmælisriti 47 „Hátíðisdagar – Kvennadagur 2008“, Landsbankinn, (e.d). Vefslóð: http:// www.lands banki.is/ umlandsbankann/markadsmal/hatidisdagar/kvenna- dagur2008/. Sótt 29. maí 2009. 48 „Landsbankinn býður öllum landsmönnum til afmælisveislu“, Landsbankinn, 28. júní 2006. Vefslóð: http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/frettirogutgafu- efni/frettir/?GroupiD=294&newsiD=5878&y=2006&p=3. Sótt 27. maí 2009.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.