Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 74
LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn
74
um sögu bankans sem kom út á afmælisdaginn og þá var opnaður sérstakur
söguvefur á heimasíðu Landsbankans þar sem brugðið var ljóma á sögu
bankans líkt og hann væri ein helsta menningarstofnun þjóðarinnar.49 Í
frétt á heimasíðu bankans, landsbanki.is, var kynning á dagskrá afmælisárs-
ins. Samsömunin við þjóðina og Kjarval var afdráttarlaus:
Sunnudaginn 2. júlí verður opnuð í Gerðarsafni yfirlitssýning
á verkum Jóhannesar Kjarvals í eigu Landsbankans. Við sama
tækifæri verður opnaður listaverkavefur Landsbankans á lands-
banki.is og þótti við hæfi að gera verk Kjarvals að þema nú í
upphafi enda er saga Landsbankans og Kjarvals mjög samtvinn-
uð[...] Í samkeppni um kjörorð valdi dómnefnd útgáfu af eldra
kjörorði: Landsbankinn – banki allra landsmanna í 120 ár sem
þótti vel við hæfi á þessu hátíðarári bankans og þar með þjóð-
arinnar allrar.50
Á listaverkavefnum er að finna safn Landsbankans af teikningum og mál-
verkum Kjarvals auk upplýsinga um lífshlaup listamannsins og ljósmyndir
úr lífi hans. Listaverkavefurinn er afar glæsilegur og með honum tók bank-
inn þýðingarmikið skref við að samsama sig menningunni og endurskapa
sjálfan sig sem mikilsvirt listasafn með tilheyrandi fræðslustarfsemi.
Menningarlegt auðmagn
Franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu er höfundur kenninga um
hugtak, sem kallað hefur verið „le capital culturel“ og þýtt hefur verið á
íslensku sem „menningarlegt auðmagn“.51 Kenningar Bourdieu eru nyt-
samar til að greina kerfi gilda og smekks, sem listin er hluti af, í tengslum
við félagslega, pólitíska og efnahagslega skipan í samfélaginu að mati
Chin-tao Wu, höfundar bókarinnar Privatising Culture: Corporate Art
Intervention Since the 1980s, sem byggð er á rannsóknum hennar á sam-
bandi breskra og bandarískra stórfyrirtækja og listastofnana. Menningarlegt
auðmagn þjónar mikilvægum tilgangi við að viðhalda yfirráðum í samfé-
49 „Landsbankinn – 120 ára“, Söguvefur Landsbankans. Vefslóð: http://www.lands-
banki.is/uploads/soguvefur/. Sótt 27. maí 2009.
50 „ Landsbankinn býður öllum landsmönnum til afmælisveislu“.
51 Pierre Bourdieu, Distinction – A Social Critique of the Judgement of Taste, þýð.
Richard nice, Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press, 1984, bls.
12.