Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 74

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 74
LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn 74 um sögu bankans sem kom út á afmælisdaginn og þá var opnaður sérstakur söguvefur á heimasíðu Landsbankans þar sem brugðið var ljóma á sögu bankans líkt og hann væri ein helsta menningarstofnun þjóðarinnar.49 Í frétt á heimasíðu bankans, landsbanki.is, var kynning á dagskrá afmælisárs- ins. Samsömunin við þjóðina og Kjarval var afdráttarlaus: Sunnudaginn 2. júlí verður opnuð í Gerðarsafni yfirlitssýning á verkum Jóhannesar Kjarvals í eigu Landsbankans. Við sama tækifæri verður opnaður listaverkavefur Landsbankans á lands- banki.is og þótti við hæfi að gera verk Kjarvals að þema nú í upphafi enda er saga Landsbankans og Kjarvals mjög samtvinn- uð[...] Í samkeppni um kjörorð valdi dómnefnd útgáfu af eldra kjörorði: Landsbankinn – banki allra landsmanna í 120 ár sem þótti vel við hæfi á þessu hátíðarári bankans og þar með þjóð- arinnar allrar.50 Á listaverkavefnum er að finna safn Landsbankans af teikningum og mál- verkum Kjarvals auk upplýsinga um lífshlaup listamannsins og ljósmyndir úr lífi hans. Listaverkavefurinn er afar glæsilegur og með honum tók bank- inn þýðingarmikið skref við að samsama sig menningunni og endurskapa sjálfan sig sem mikilsvirt listasafn með tilheyrandi fræðslustarfsemi. Menningarlegt auðmagn Franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu er höfundur kenninga um hugtak, sem kallað hefur verið „le capital culturel“ og þýtt hefur verið á íslensku sem „menningarlegt auðmagn“.51 Kenningar Bourdieu eru nyt- samar til að greina kerfi gilda og smekks, sem listin er hluti af, í tengslum við félagslega, pólitíska og efnahagslega skipan í samfélaginu að mati Chin-tao Wu, höfundar bókarinnar Privatising Culture: Corporate Art Intervention Since the 1980s, sem byggð er á rannsóknum hennar á sam- bandi breskra og bandarískra stórfyrirtækja og listastofnana. Menningarlegt auðmagn þjónar mikilvægum tilgangi við að viðhalda yfirráðum í samfé- 49 „Landsbankinn – 120 ára“, Söguvefur Landsbankans. Vefslóð: http://www.lands- banki.is/uploads/soguvefur/. Sótt 27. maí 2009. 50 „ Landsbankinn býður öllum landsmönnum til afmælisveislu“. 51 Pierre Bourdieu, Distinction – A Social Critique of the Judgement of Taste, þýð. Richard nice, Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press, 1984, bls. 12.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.