Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 97

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 97
97 Á MiLLi SAFnA: úTRÁS Í (LiSTA)VERKi Fjölmargir tóku eftir þessari athöfn í Ottawa og þeirri staðreynd að þar var kona í aðalhlutverki, klár og djörf kona, en um leið móðurleg og að barnið fæddist hér…Ég held að það hafi vakið forvitni fólks. Athöfnin vakti mikla athygli og ég held að hún hafi vakið upp ákveðna mynd af sögu Íslands og okkar eigin sögu hér í Kanada. Saga okkar hér í Kanada er mjög löng. Ég hef lesið Íslendingasögurnar og ég þekkti sögu hennar, en ég veit að margir sem þekktu ekki til hennar fannst þetta spennandi og mjög fræðandi.54 Upplifun fólks af höggmyndinni er ekki síður bundin því að margir töldu hana veita íslensk-kanadíska samfélaginu viðurkenningu, eins og endur- rómar í frásögn irene Thorvaldson frá Gimli í Manitoba: Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, að minnsta kosti fyrir mig að íslensk-kanadíska samfélagið hljóti viðurkenningu í víðara sam- félagslegu samhengi. Eins og þú veist, Íslendingar eru fámenn þjóð. Og meðal okkar hér, þar sem þú finnur ógrynni etnískra hópa, þá erum við mjög lítill minnihluti. Í þessu samhengi er það mikilvægt. Ég get ekki útskýrt af hverju þetta er mikilvægt fyrir mig. Þetta er tilfinning sem er mjög erfitt að koma í orð.55 Í því fólst mikil viðurkenning fyrir íslensk-kanadíska samfélagið að verkinu skuli hafa verið komið fyrir í höfuðborginni og í hinu virðulega Þjóðmenningarsafni. „Það er þar sem það á að vera“, sagði Chris Arnason frá Edmonton mér. Þar að auki vó það þungt að þáverandi forsætisráðherra Kanada, Jean Chrétien, þekktist boðið um að afhjúpa og veita höggmynd- inni móttöku sjálfur en senda ekki staðgengil. Þetta kemur fram í máli Cole Johnson: Af öllum þeim atburðum sem voru í boði árið 2000, tel ég afhjúpun styttunnar af Guðríði í Ottawa hafa verið þann sem stóð upp úr. Þetta var mikil viðurkenning á kanadískan mæli- kvarða. Forsætisráðherra okkar, Jean Chrétien, var viðstaddur, þetta var eini atburðurinn [af landafundahátíðahöldunum] sem forsætisráðherra Kanada var við stadd ur.56 54 Viðtal, 11. apríl 2003. 55 Viðtal við irene Thorvaldson, 16. apríl 2003. 56 Viðtal við Cole Johnson, 25. mars 2003.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.