Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Síða 97
97
Á MiLLi SAFnA: úTRÁS Í (LiSTA)VERKi
Fjölmargir tóku eftir þessari athöfn í Ottawa og þeirri staðreynd
að þar var kona í aðalhlutverki, klár og djörf kona, en um leið
móðurleg og að barnið fæddist hér…Ég held að það hafi vakið
forvitni fólks. Athöfnin vakti mikla athygli og ég held að hún
hafi vakið upp ákveðna mynd af sögu Íslands og okkar eigin
sögu hér í Kanada. Saga okkar hér í Kanada er mjög löng. Ég
hef lesið Íslendingasögurnar og ég þekkti sögu hennar, en ég
veit að margir sem þekktu ekki til hennar fannst þetta spennandi
og mjög fræðandi.54
Upplifun fólks af höggmyndinni er ekki síður bundin því að margir töldu
hana veita íslensk-kanadíska samfélaginu viðurkenningu, eins og endur-
rómar í frásögn irene Thorvaldson frá Gimli í Manitoba:
Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, að minnsta kosti fyrir mig að
íslensk-kanadíska samfélagið hljóti viðurkenningu í víðara sam-
félagslegu samhengi. Eins og þú veist, Íslendingar eru fámenn
þjóð. Og meðal okkar hér, þar sem þú finnur ógrynni etnískra
hópa, þá erum við mjög lítill minnihluti. Í þessu samhengi er
það mikilvægt. Ég get ekki útskýrt af hverju þetta er mikilvægt
fyrir mig. Þetta er tilfinning sem er mjög erfitt að koma í orð.55
Í því fólst mikil viðurkenning fyrir íslensk-kanadíska samfélagið að verkinu
skuli hafa verið komið fyrir í höfuðborginni og í hinu virðulega
Þjóðmenningarsafni. „Það er þar sem það á að vera“, sagði Chris Arnason
frá Edmonton mér. Þar að auki vó það þungt að þáverandi forsætisráðherra
Kanada, Jean Chrétien, þekktist boðið um að afhjúpa og veita höggmynd-
inni móttöku sjálfur en senda ekki staðgengil. Þetta kemur fram í máli
Cole Johnson:
Af öllum þeim atburðum sem voru í boði árið 2000, tel ég
afhjúpun styttunnar af Guðríði í Ottawa hafa verið þann sem
stóð upp úr. Þetta var mikil viðurkenning á kanadískan mæli-
kvarða. Forsætisráðherra okkar, Jean Chrétien, var viðstaddur,
þetta var eini atburðurinn [af landafundahátíðahöldunum] sem
forsætisráðherra Kanada var við stadd ur.56
54 Viðtal, 11. apríl 2003.
55 Viðtal við irene Thorvaldson, 16. apríl 2003.
56 Viðtal við Cole Johnson, 25. mars 2003.