Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 155
SAFnFRÆÐSLA: STAÐA OG (Ó)MÖGULEiKAR
155
þurfa að vera meðvituð um virkni borgaranna en grundvallarhugmyndin
snýst um rétt fólks til menningar, rétt til þess að njóta, taka þátt, vera hluti
af, skapa og menntast.85 Í könnuninni frá 2007 tóku alls 14 byggða- eða
minjasöfn þátt; (34%), níu listasöfn (22%), fimm náttúrugripasöfn (12%),
fimm sérsöfn (12%), þrjú blönduð söfn (7%) og fimm annars konar söfn
(12%).86 Mikill meirihluti þátttakenda, eða 89%, svöruðu því játandi að
bæta þyrfti aðstöðu safnsins til fræðslu- og menntunarstarfs og 58% þátt-
takenda töldu að safnið hefði enga sérstaka menntunar- og fræðslustefnu.87
Af þessu má álykta að fræðsluþáttur safna virðist mæta afgangi í starfsemi
safna hér á landi. Aðstaða til safnfræðslu gerir þó lítið gagn ef hugmynda-
fræði menntunar fylgir ekki framkvæmdinni. Sérstaklega er tekið fram í
skýrslunni að menntunarhlutverk safna sé mun víðtækara en móttaka
skólahópa og að viðhorfsbreytinga sé þörf.88 Ef til vill má greina hér sér-
fræðingssjónarmið til safna þar sem meiri áhersla er lögð á söfnun og með-
ferð muna sem meginviðfangsefni safna en minna lagt upp úr því að vinna
sýningar út frá fræðslustefnu eða fræðslumarkmiðum.
Hin svokallaða nýja safnafræði (e. new museology) gerir tilkall til þess
að söfn virði safngesti óháð kyni, kynhneigð, aldri, litarhætti, fötlun (and-
legri eða líkamlegri), menntun, stétt, þjóðerni o.s.frv. Þetta þýðir að mál-
efni jaðarhópa eru sett í forgrunn safnastarfs, þ. á m. í nálgun á fræðslu.
Söfn eiga ekki að gera greinarmun á einstaklingum. Lögum samkvæmt eru
þau opin og aðgengileg öllum. Hlutir og merking þeirra á safni innihalda
sjónræna sögu(r), menningarlegan margbreytileika, sjálfsmynd og túlkun-
arferli. Það eina sem upp á vantar er kennslufræði.89
Aðferðir í safnfræðslu hafa breyst í áranna rás og er óhætt að segja að
viðhorfsbreyting hafi orðið gagnvart því að læra á safni. Samhengi, merk-
ing og orðræða hafa tekið við af „staðreyndum“. Þessi breyting hefur haft
talsverð áhrif á starfsemi safna og skilgreindan tilgang þeirra. Segja má að
í dag snúist safnfræðsla ekki einungis um að safn kenni eða fræði safngesti
heldur að þeir noti safn á þann hátt að það hafi persónulega merkingu fyrir
85 Guðbrandur Benediktsson og Rakel Halldórsdóttir, „Til hvers eru söfn?“, bls.
7–19, hér bls. 9.
86 Annars konar söfn voru skilgreind á eftirfarandi hátt af þátttakendum: Safn Ás -
gríms Jónssonar, ljósmyndasafn, grasagarður, rithöfundasafn og safn um sauðfjár-
rækt á Íslandi.
87 Safnaráð, Menntunarhlutverk safna: Staða og stefna, bls. 4–9.
88 Sama rit, bls. 4.
89 Eilean Hooper-Greenhill, Museums and the interpretation of visual culture, bls.124.