Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 160

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 160
ALMADÍS KRiSTinSDÓTTiR 160 „vekja áhuga, vitund og þekkingu“ safngesta virðast enn í mótun hér á landi.109 Greina má vissa hræðslu í orðræðunni gagnvart menntunarhlutverki safna. Staða safnfræðslumála hér á landi virðist einkennast af ótta við möguleika fagsins sem birtist m.a. í því að allt of fá söfn á Íslandi virðast átta sig á mikilvægi fræðsluþáttarins í safnastarfseminni og fagfólk setur ekki fram meðvituð markmið í fræðslustefnu. Þessi hræðsla er ef til vill sprottin af ólíkum sjónarhornum eða viðhorfum til safna gegnum tíðina. Áhersla virðist fyrst og fremst lögð á sýningagerð en ekki nógu mikið lagt upp úr fræðslugildi sýninga í mótunarferli þeirra. Þetta er m.a. niðurstað- an í þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi og tengjast safn- fræðslu. Bent hefur verið á að þeir sem sinna fræðslustarfi á söfnum þurfi tíma til að þróa starfið og tíma til að sinna því af alúð því að „safnfræðsla er mjög krefjandi og lýjandi“.110 Þetta er afar mikilvæg ábending og nauð- synleg fyrir faglega þróun safnfræðslu þar sem miðlun byggir á traustum kennslufræðilegum grunni í stað persónulegra skoðana, reynslu eða sýnar þess er starfinu sinnir. Söfn þurfa faglegt þor til að stíga mikilvæg skref í mótun meðvitaðrar fræðslustefnu, framkvæma menntunarhlutverk sitt af metnaði og nýta sér þá möguleika og módel sem fyrir hendi eru í faglegu starfi safna. Söfn eru sjónrænn og skapandi þekkingarvettvangur sem eflir félagsleg samskipti.111 Maður er aldrei búin(n) að skoða safn frekar en að óformlegu námi ljúki nokkurn tíma. Við erum alltaf að læra. Hver einasta stund er uppfull af tækifærum til að læra. Það er ómögulegt til þess að hugsa að allur sá kraftur, gróska og frumleiki sem til staðar er í íslensku safnastarfi skili sér ekki til safngesta í öflugu fræðslustarfi ef söfn eru ekki tekin alvarlega sem óformlegur en afar mikilvægur vettvangur náms. 109 AlmaDís Kristinsdóttir, Góðar stundir: Safnfræðsla og fjölskyldur, bls. 27–33. 110 Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin 2003–2008, bls. 26. 111 Scottish museums council, A national learning and access strategy for Scotland’s Museums and Galleries, bls. 21.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.