Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1967, Page 150

Skírnir - 01.01.1967, Page 150
148 Ritfregnir Skírnir ing af, en þetta tekst höfundi, svo að aðdáunarvert er. Bókin er lifandi og skemmtilega skrifuð og frásögnin virðist renna áreynslulaust úr penna höfundar. Hann á létt með að finna dæmi, gjarnan tekin úr íslenzku þjóðlífi og daglegri önn, og þannig gerir hann efnið okkur enn auðskild- ara og meira vekjandi. Bókin ber vott um víðtæka þekkingu höfundar á hinum mörgu og oft ólíku viðfangsefnum sálarfræðinnar. Hún er rituð af hlutlægni vísinda- mannsins, en ber jafnframt með sér beztu kosti góðs sögumanns. Þess má að lokum geta, að setning og prófarkalestur er með fádæmum gott, og rakst ég hvergi á svo mikið sem stafabrengl. Gylfi Ásmundsson. Páll S. Ardal: Passion and Value in Hume’s Treatise. Edinburg University Press. 1966 (220 bls.). Það, sem hér verður sagt um bókina Passion and Value in Hume’s Trea- tise, er fremst bergmál hughrifa, en ekki tilraun til gagnrýni. Slík gagn- rýni mun eftirlátin sérfræðingum i kenningum Humes. David Hume (1711—1776) er einhver merkasti heimspekingur á enska tungu. Menn hafa lesið heimspekirit hans, frá því þau fyrst komu fram, og ýmist hrifizt af kenningum hans eða reynt að bera brigður á þær, menn hafa túlkað þær og mistúlkað, en alltaf grætt á að kynnast þeim. Þýzki heimspekingurinn Immanuel Kant (samtímamaður Humes) varð fyrir sterkum áhrifum af ritum Humes. Og tekur hann afstöðu til skoð- ana Humes í hinu fræga riti sínu um mannlega þekkingu, Kritik der rei- nen Vernunft. Rit mikilla snillinga: skálda, spámanna og heimspekinga, verða hverri kynslóð ávallt umhugsunarefni, meðan þau eru lesin. Páll S. Árdal, doktor og háskólakennari í heimspeki við háskólann í Edinborg, tekur til meðferðar í bók sinni, Passion and Value in Hume’s Treatise, grundvallaratriði í siðfræði Humes. Finnur höfundur, að sálarfræði Hu- mes er í miklu lífrænna sambandi við siðfræði hans en margir heimspek- ingar hafa álitið hingað til. Þar með er nýju ljósi varpað á kafla, sem virtust ósamrýmanlegir kenningum Humes, eins og þær höfðu löngum verið túlkaðar. Þessi atriði falla nú vel inn og styðja heildarmyndina i ljósi þeirrar túlkunar, sem Páll S. Árdal gefur kenningum Humes. Eftirfarandi yfirlit gæti ef til vill gefið einhverja hugmynd um, um hvaða málefni er meðal annars fjallað í bókinni. 1 byrjun er gerð grein fyrir skoðun Humes um grundvöll þekkingar okkar á ástríðunum (passions). Fjórum grundvallarástríðum er lýst, en skilningur á eðli þeirra er nauðsynlegur, til að við getum vitað, hvað felst í mati okkar á innræti manna. Meðferð Humes á þessum málum er fróð- leg fyrir þá, sem áhuga hafa á greiningu hugtaka, en slikur áhugi hefur verið mikill meðal nútímaheimspekinga. Samúðin (sympathy) er grund- vallarhugtak í sálarfræði og siðfræði hans. Er hugtakið skýrt og greint frá ýmsum öðrurn, svo sem velvilja og meðaumkun. Skoðanir Humes um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.