Skírnir - 01.01.1967, Síða 150
148
Ritfregnir
Skírnir
ing af, en þetta tekst höfundi, svo að aðdáunarvert er. Bókin er lifandi og
skemmtilega skrifuð og frásögnin virðist renna áreynslulaust úr penna
höfundar. Hann á létt með að finna dæmi, gjarnan tekin úr íslenzku
þjóðlífi og daglegri önn, og þannig gerir hann efnið okkur enn auðskild-
ara og meira vekjandi.
Bókin ber vott um víðtæka þekkingu höfundar á hinum mörgu og oft
ólíku viðfangsefnum sálarfræðinnar. Hún er rituð af hlutlægni vísinda-
mannsins, en ber jafnframt með sér beztu kosti góðs sögumanns.
Þess má að lokum geta, að setning og prófarkalestur er með fádæmum
gott, og rakst ég hvergi á svo mikið sem stafabrengl.
Gylfi Ásmundsson.
Páll S. Ardal: Passion and Value in Hume’s Treatise. Edinburg
University Press. 1966 (220 bls.).
Það, sem hér verður sagt um bókina Passion and Value in Hume’s Trea-
tise, er fremst bergmál hughrifa, en ekki tilraun til gagnrýni. Slík gagn-
rýni mun eftirlátin sérfræðingum i kenningum Humes.
David Hume (1711—1776) er einhver merkasti heimspekingur á enska
tungu. Menn hafa lesið heimspekirit hans, frá því þau fyrst komu fram,
og ýmist hrifizt af kenningum hans eða reynt að bera brigður á þær,
menn hafa túlkað þær og mistúlkað, en alltaf grætt á að kynnast þeim.
Þýzki heimspekingurinn Immanuel Kant (samtímamaður Humes) varð
fyrir sterkum áhrifum af ritum Humes. Og tekur hann afstöðu til skoð-
ana Humes í hinu fræga riti sínu um mannlega þekkingu, Kritik der rei-
nen Vernunft. Rit mikilla snillinga: skálda, spámanna og heimspekinga,
verða hverri kynslóð ávallt umhugsunarefni, meðan þau eru lesin. Páll S.
Árdal, doktor og háskólakennari í heimspeki við háskólann í Edinborg,
tekur til meðferðar í bók sinni, Passion and Value in Hume’s Treatise,
grundvallaratriði í siðfræði Humes. Finnur höfundur, að sálarfræði Hu-
mes er í miklu lífrænna sambandi við siðfræði hans en margir heimspek-
ingar hafa álitið hingað til. Þar með er nýju ljósi varpað á kafla, sem
virtust ósamrýmanlegir kenningum Humes, eins og þær höfðu löngum
verið túlkaðar. Þessi atriði falla nú vel inn og styðja heildarmyndina i
ljósi þeirrar túlkunar, sem Páll S. Árdal gefur kenningum Humes.
Eftirfarandi yfirlit gæti ef til vill gefið einhverja hugmynd um, um
hvaða málefni er meðal annars fjallað í bókinni.
1 byrjun er gerð grein fyrir skoðun Humes um grundvöll þekkingar
okkar á ástríðunum (passions). Fjórum grundvallarástríðum er lýst, en
skilningur á eðli þeirra er nauðsynlegur, til að við getum vitað, hvað felst
í mati okkar á innræti manna. Meðferð Humes á þessum málum er fróð-
leg fyrir þá, sem áhuga hafa á greiningu hugtaka, en slikur áhugi hefur
verið mikill meðal nútímaheimspekinga. Samúðin (sympathy) er grund-
vallarhugtak í sálarfræði og siðfræði hans. Er hugtakið skýrt og greint
frá ýmsum öðrurn, svo sem velvilja og meðaumkun. Skoðanir Humes um