Skírnir - 01.01.1968, Qupperneq 11
SKÍRNIR
ÁRTÍÐ JÓNS THORODDSEN
9
Þættir og sögubrot Jónasar Hallgrímssonar, Piltur og stúlka og
Maður og kona, Heljarslóðarorrusta - þetta er eiginlega allt og
sumt sem varðveitist af skáldsagnatagi frá öldinni sem leið. Þegar
Verðandi kemur til og Verðandimenn er öldin raunverulega önnur
þó ársetningin sé 19du aldar. Nánustu eftirkomendur Jóns Thor-
oddsen, Jón Mýrdal, Páll Sigurðsson, hlutu að vísu nokkra hylli,
sögur þeirra útbreiðslu, og þær eru reyndar gefnar út og lesnar enn
í dag, jafnvel sögur Jóns Mýrdal sem aldrei voru prentaðar um hans
daga, en Mannamunur og Aðalsteinn stóðu of augljóslega alltof
langt að baki Pilti og stúlku og Manni og konu til að nokkrum
kæmi til hugar að jafna þessum sögum saman. En minnsta kosti
Aðalsteinn er að ýmsu leyti áhugavert verk á sínum stað í bók-
menntasögunni. Hafi Jón Thoroddsen lesið Walter Scott eins og oft
er sagt, og sjálfsagt með réttum rökum, kann Páll Sigurðsson að
hafa lesið Dickens - en hvað skyldi Jón Mýrdal hafa lesið annað en
Jón Thoroddsen? En hvað sem þeir lásu og lásu ekki, og það er eitt
með öðrum áhugaverðum athugunarefnum fræðimanna um bók-
menntir 19du aldar, byggja þessir þrír höfundar augljóslega hinn
sama heim, heim sem er í föstum skorðum og með réttri skipan
enda fer þar allt vel, og í verkum þeirra talar epískur sögumaður
19du aldar með sama sjálfgefna myndugleik. Munur þeirra er eink-
um fólginn í því hve sögumaður Jóns er miklu skyggnari, skemmti-
legri, skáldlegri - áhugaverðari og þar með myndugri sögumaður
en þeirra hinna. Sögur Jóns eru engin snilldarverk að byggingu,
rökvísi í söguþræði, sálarlífslýsingu engan veginn uppistaða listar
hans, og það er alls ekki víst að Manni og konu hefði orðið það
neinn ávinningur að höfundinum hefði enzt aldur til að ljúka sög-
unni og tengj a þræði hennar saman í samfellt net. Það er raunar und-
ir tízku og tíðaranda komið hvað áhugavert sé, og vel má það
vera að fyrri lesendum Jóns Thoroddsen hafi þótt meira til koma
kven- og ástalýsinga hans en okkur þykir nú, og sætt sig betur við
óröklega atvikarás og yfirdrifnar tilviljanir sögunnar. Allt þetta
verður þeim þá líka til málsbóta, Páli Sigurðssyni og Jóni Mýrdal.
En þótt rómantíska Jóns Thoroddsen kunni að þykja indæl, eigi
sér að minnsta kosti sögulegar forsendur og réttlæting, hefur hitt
aldrei farið dult að áhugi höfundarins, sögumannsins í verki hans,
beinist fyrst og fremst að hinu skoplegra fólki í sögunum, alvara