Skírnir - 01.01.1968, Side 62
60
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
heldur drottni þar listin eða frásagnargleðin yfir vísindunum. Þetta
tel ég þó alls ekki koma í veg fyrir að höfundur geti verið einn og
hinn sami. Ljóst er, að ekki verður á þessu byggt til sönnunar með
eða móti.
Vonlitlir um að slíkar rannsóknir ged veitt endanleg svör hafa
menn snúið sér að máli sagnanna og reynt að þreifa þar fyrir sér um
hlutlægar og mælanlegar röksemdir. Það var Wieselgren sem ruddi
brautina á þessu sviði í riti sínu. Hann gerir grein fyrir helztu
grundvallaratriðum varðandi rannsóknina. Til þess að hún verði sem
nákvæmust og óháð efni sagnanna eða heimildum, beinir hann at-
hygli sinni einkum að setningafræðilegum smáatriðum, notkun
hátta og tíða, umritunum, gerð setninga og málsgreina, orðafjölda
í málsgrein o. fl. Samtals eru það 22 atriði, sem hann kannar.
Wieselgren bendir á að hugsanlegt sé að breytingar skrifara hafi
áhrif á niðurstöður sínar, en telur þó að þær stafi af misgáningi
og gleymsku, en séu ekki ávextir meðvitaðrar viðleitni og hafi því
lítil áhrif á það sem hann tekur til athugunar.
Efniviður sá sem kannaður er, er Egla, frásagnarkaflar Snorra-
Eddu, Olafs saga helga í Heimskringlu, formáli Heimskringlu og
stundum fyrsti hluti hennar. Wieselgren kveðst hafa athugað miklu
fleiri svið en hann gerir grein fyrir, en getur þess ekki eftir hvaða
reglum hann hafi valið efni til birtingar. Ef til vill felast þessar
reglur þó í heid kaflans: Olikheter mellan Eiglas och Sncrris sprák-
bruk. Svo mikið er víst, að hann telur öll þau atriði, sem þarna eru
birt, sýna að Snorri geti ekki verið höfundur Eglu.
Tvennt dregur úr gildi athugana Wieselgrens. í fyrsta lagi er í
sumum tilvikum um of fá dæmi að ræða, til þess að niðurstöðurnar
hafi tölfræðilegt gildi. Seinna atriðið, sem Sigurður Nordal vakti
athygli á í Egluformála sínum, gerir alveg út af við röksemdafærslu
hans.
Wieselgren reisti atliuganir sínar á útgáfum, þar sem farið er
eftir texta Möðruvallabókar. Hún mun vera skrifuð á árunum 1320
-1350, en hins vegar er til handritsbrot, „þeta“, frá því um 1250.
Við samanburð kemur í ljós, að texti Möðruvallabókar er allmjög
styttur og breyttur, eða eins og Jón Helgason kemst að orði: „ . . .
því er ekki að leyna að upphaflegri lesháttu mun einatt að finna á
öðrum bókum“.25