Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1968, Side 94

Skírnir - 01.01.1968, Side 94
92 LUDWIG WITTGENSTEIN SKÍRNIR man nicht sprechen kann, dariiber muss man schweigen“: um það sem ekkert verður um sagt hljótum vér að þegja. Ein mikilvæg forsenda slíkrar niðurstöðu var augljóslega sú uppgötvun, upp- haflega sprottin af rökfræðilegum rannsóknum stórfelldra mótsagna í stærð- fræði, að auk þess sem staðhæfingar okkar um eitthvert efni geta verið rétt- ar eða rangar, sannar eða ósannar, geta þær annaðhvort haft merkingu eða verið merkingarlausar. Og forsenda þess að staðhæfing sé rétt eða röng er að hún hafi merkingu. Þetta kann að virðast ómerkileg uppgötvun, en engu að síður má segja að flestum heimspekingum fyrir daga Russells og Wittgen- steins hafi sézt yfir mikilvægi hugtakanna „merking" og „merkingarleysi". Immanuel Kant, svo dæmi sé tekið, spurði sjálfan sig aldrei þeirrar spum- ingar hvort það væri nú áreiðanlegt að það sem hann hafði að segja um mann- lega þekkingu og mannlegt siðferði hefði merkingu. Hann spurði þess eins hvort það væri rétt eða rangt og sagði síðan það sem hann áleit rétt. Af þessum sökum hefur prófessor Gilbert Ryle, einn helzti frömuður rökgreiningarheim- spekinnar á okkar dögum, sagt að þsssi hugtök þeirra Russells og Wittgen- steins séu merkasta nýjungin í heimspeki 20stu aldar. Eftir styrjöldina starfaði Wittgenstein í allmörg ár í Austurríki, einkum sem barnakennari. Haustið 1929 hvarf hann þó aftur til Cambridge og hóf rannsóknir að nýju. Þar var hann félagi á Trinity College og frá 1939 til 1947 prófessor í heimspeki. Verk hans frá þessum árum eru mikil vöxtum, en þau vom ekki gefin út fyrr en eftir hans dag, og er þeirri útgáfustarfsemi raunar enn ólokið. Mikilvægast þeirra er bókin Philosophical Investigations sem út kom árið 1953. Það mun ekki ofmælt að þessi verk sem flest fjalla um ýmis grundvallarvandamál tilraunasálarfræði og almennrar sálarfræði, eðli tungu- málsins og vísindalegrar skýringar, hafi valdið og séu enn að valda annarri byltingu í vísindalegri hugsun en þeirri sem Bertrand Russell hóf um alda- mótin eins og fyrr er sagt. Fyrirlesturinn um siðfræði sem hér fer á eftir í íslenzkri þýðingu var sam- inn haustið 1929. Hann var að öllum líkindum fluttur á fundi virðulegs stú- dentafélags í Cambridge sem nefndist „Trúvillingamir" einhvem tíma á Mik- jálsmessuönn það ár. Gildi fyrirlestursins er einkum í því fólgið að þar rök- styður Wittgenstein þá skoðun sína að siðfræði og trúarbrögð séu endanlega eintóm merkingarleysa á hversdagslegu máli og með tiltölulega einföldum og auðskildum rökum, en ekki á grundvelli flókinna rökfræðilegra kenninga eins og í Tractatus Logico-Philosophicus. Fyrirlesturinn var fyrst prentaður árið 1965 í The Philosophical Review, einu fremsta fræðiriti um heimspeki sem út er gefið í veröldinni, lsta hefti 74ða árgangs á bls. 3-12. Hann er hér birtur með góðfúslegu leyfi frú Elísabetar Anscombe, félaga á Somerville College í Oxford, en hún er einn útgáfustjóri eftirlátinna verka Wittgensteins. Þess ber að geta að í síðari verkum Wittgensteins er margar athugasemdir að finna um skyld efni þeim sém um er fjallað í þessum fyrirlestri, og kemst hann þar oft að öðrum niðurstöðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.