Skírnir - 01.01.1968, Side 144
142
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON
SKÍRNIR
því að ég hef haft um þetta í kennslu niðurfelling andsvara, sem
mér finnst betra; en oft er þarna mjótt á munum, hvað á að kalla
extinction og hvað deconditioning eða counter-conditioning.
Eins skal ég ekki þrátta við Gylfa um orðið geðlæti (psychosis
manio-depressiva) og orð um myndir þessa sjúkdóms: oflæti
(mania), fálæti (melancholia) og mislæti, þ. e., þegar oflæti og
fálæti skiptast á. Þessi heiti eru tekin upp úr Mannslátabók II, sem
er þýðing á hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá. Þýð-
andi: Vilmundur Jónsson, fyrrv. landlæknir, Reykjavík 1953. Um
fálæti nota ég bæði í nafnaskrá og texta einnig þunglyndi. Eg er
meira en fús til þess að taka upp annað nafnakerfi, þegar önnur
betri heiti finnast. Ekki finnst mér þó „ótækt“, eins og Gylfi segir,
að hafa orðið fálæti um þunglyndismynd þessa geðsjúkdóms, því að
þunglyndi kemur fram í deyfð og fálæti. Allalgengt er að nota
sama orð í nokkuð ólíkum merkingum; kemur það ekki að sök,
þegar ráða má af hugsunarsambandinu, hvað það þýðir. - Geð-
hreinsun er þýðing á gríska orðinu katharsis (hreinsun). Þótt Gylfa
„falli það nokkuð fyrir brjóst“ og þyki það kímilegt, sem ég fæ ekki
séð að það sé, nær það vel merkingu erlenda orðsins, og tel ég það
nothæft, meðan ekki finnst um það annað betra orð.
Þá er ég ósammála Gylfa um notkun orðsins nám: „Nám í merk-
ingunni learning veldur oft misskilningi, og þarf undantekningar-
laust að útskýra við kennslu hina sérstöku merkingu þess, enda
stendur nám í almennu máli fyrir enska orðið study. Ég tel, að
heppilegra væri að nota annað orð, og því ekki orðið lœri . . . “
Þótt ég sé ekki mikill enskumaður, leyfi ég mér að bera brigður
á, að nám þýði algerlega hið sama og enska orðið study í almennu
máli. Mér virðist study hafa nokkuð annað merkingarsvið líkt og
franska orðið étude, enda er enska og franska orðið oft haft um
rannsókn, gaumgæfilega athugun. Ég hef hvorki fundið þjálla né
heppilegra orð um þetta fyrirbæri en nám. En vitaskuld er til margs
konar nám og við lærum með ýmsum hætti, og verður þá að hafa
eitthvert ákvarðandi orð með því, svo sem verklegt nám, hóklegt
nám. Hið sama gildir um samsvarandi ensk og frönsk orð að þessu
leyti. - Orðið lœri lízt mér hins vegar ekki á af ýmsum ástæðum.
Mér finnst það lj ótt, hálfgerð danska, og merking þess er þrengri en í
orðinu nám. Læri er mest notað (eða var notað af gömlu fólki og