Skírnir - 01.01.1968, Qupperneq 172
SKÍRNIR
170 RITDÓMAR
indagrein og sagnfræðingur er talið merkja: maður, sem fæst vísindalega við
sögu.
Þar sem höfundur umræddrar bókar er lærður sagnfræðingur (frá Háskóla
íslands), koma fyrsti eða annar möguleikinn einir til greina í sambandi við
umrædda bók.
Það er fljótséð, að höfundur hefur ekki gert rannsóknir á efninu sjálfur.
Enda er það staðfest af honum í eftirmála, þar sem hann lýsir lítillega vinnu-
aðferð sinni. Bókin er þannig byggð á annarra rannsóknum og ber að dæma
hana samkvæmt því.
Spurningin er þá, hvemig sú aðferð hafi gefizt í þetta skipti.
Árið 1911, á tveggja alda afmæli Skúla Magnússonar, kom út bók um ævi
hans rituð af Jóni Aðils. Var sú bók byggð ofan á ritgerð um Skúla Magnús-
son og samtíð hans eftir sama höfund í Safni til sögu íslands III, 1, árið 1896.
Þetta afmælisrit er eina frumrannsóknin, sem til er um ævi þessa merkis-
manns. I þessari bók hafa íslendingar löngum leitað fanga, er þeir hugðust
fræðast um Skúla Magnússon. Lýður fer eins að. En það stendur sérstaklega
á fyrir honum. Erindi hans og markmið er nefnilega að setja saman bók um
ævi og störf Skúla. Lýður leysir þetta á þann veg, að hann gerir útdrátt úr
bók Jóns Aðils og „femiserar“ þann útdrátt samkvæmt nútímasmekk með já-
kvæðu viðhorfi í garð Dana, auknum upplýsingum um ástand íslands, er
Skúli tekur við landfógetaembættinu o. s. frv.
Utdrátturinn úr bók Jóns Aðils er ekki saminn af neinni hroðvirkni, öðru
nær. Lýður er jafnvel svo nákvæmur, að hann notar orðalag Jóns Aðils, þar
sem það fer afleitlega í nútímaíslenzku, þótt það hafi getað gengið að nota
það 1911. Þannig segir Lýður, eins og Jón Aðils, að er Skúli var ungur, hafi
hann verið „búðarloka" hjá Húsavíkurkaupmanni. I nútímamáli fer betur að
nota eitthvert annað orð, þar eð Islendingar líta nú orðið öðram augum á
störf þess fólks, sem vinnur við að afgreiða í búð, en fyrri tíma kynslóðir.
Þar sem Lýður sækir alla vitneskju sína um Skúla í rannsóknir eins manns
og þessar rannsóknir er allar að finna í einni og sömu bókinni, hefði það ver-
ið sannnefni að kalla bókina: „Ævisaga Skúla Magnússonar eftir Jón Aðils
og Lýð Bjömsson“, en hitt er einnig í bezta lagi að nefna Jón Aðils rækilega
í eftirmála en sleppa honum í titli bókarinnar, og hefur Lýður Björnsson valið
þann kost.
Sú spurning vaknar þó, hvað hafi áunnizt, hvort ekki hefði mátt endur-
prenta gömlu bókina? Svarið kann að liggja í mjög breyttum tíðaranda. ís-
lenzkir lesendur, anno 1966, eru hvað snertir viðhorf og hugsunarhátt, líklega
harla ólíkir íslenzkum lesendum árið 1911. Slík breyting kallar á nýjan bún-
ing þótt inntakið sé óbreytt.
Þegar slík yfirlitsbók er samin, byggð á annarra rannsóknum, skiptir það
meginmáli að meta heimildarrit sín vandlega, byggja einvörðungu á rann-
sóknum og niðurstöðum, sem maður telur hægt að reiða sig á.
Hvemig hefur nú hinum unga sagnfræðingi tekizt að leysa þetta af hendi?