Skírnir - 01.01.1968, Side 173
SKÍRNIR
RITDÓMAR
171
Það heíur þegar verið nefnt, að einungis einn maður hafi frumrannsakað
ævi Skúla Magnússonar og að sú rannsókn fyrirfinnist í einni bók, sem Lýður
geri ágrip af. Næst er þá að spyrja, hve traust það sé þetta rit, sem Lýður
Björnsson byggir bók sína á.
Er maður les bók Jóns Aðils um Skúla, verður fljótt vart við, að nokkuð
skortir á að höfundur tilgreini heimildir sínar. Þetta rýrir vísindalegt gildi
bókarinnar. Þá er og bersýnilegt, að Jón Aðils hefur ekki notað nema brot
af þeim heimildum, sem nú eru fáanlegar um efni, er snerta ævi og störf Skúla.
Nægir að minna á bækur og skjöl Hörmangarafélagsins og Almenna verzlunar-
félagsins.
Heimildanotkun Jóns Aðils er og áfátt. Hann leggur augljóslega of mikið
upp úr frásagnarheimildum, fyrst og fremst frásögnum Skúla sjálfs. Engum
óvilhöllum dómara dytti í hug að dæma í deilu milli tveggja málsaðilja ein-
göngu eftir framburði annars málsaðiljans. í deilunni milli Hörmangarafé-
lagsins og Innréttinganna minnir Jón Aðils einna helzt á slíkan dómara.
í þessum ritdómi er auðvitað ógerlegt að fara ítarlega í alla bók Jóns Aðils
til að kanna hve sanna lýsingu hún gefur. Hins vegar er rétt að taka nokkur
dæmi.
1752 var fyrsta ár Innréttinganna og seinni hluta vetrar 1751-52 fóru fram
samningaviðræður milli Hörmangarafélagsins og Skúla (f. h. Innréttinganna).
Jón Aðils segir (og Lýður þá líka), að samkomulag hafi strax orðið um verð
á þorski og lýsi (J. A. bls. 95). (Enda þótt orðið þorskur sé naumast nægi-
lega skýrt í þessu sambandi, má þó telja víst, að Jón Aðils eigi hér við salt-
aðan tunnuþorsk). Þetta er alls ekki rétt hjá Jóni Aðils, enda hefði deilan
annars ekki orðið eins hörð í upphafi og hún varð. (Sbr. Deliberations og
subscriptionsprotocoll Hörmangarafélagsins, 14. febr. 1752; bréf frá Hörmang-
arafélaginu til Rentukammersins 28. febr. 1752 í bréfabók Hörmangarafélags-
ins og bréf frá Skúla til Rentukammersins 2. marz 1752).
Þá segir Jón Aðils (og Lýður eftir honum), að Skúli hafi fengið tillögur
sínar um stofnun Innréttinganna allar samþykktar af stjórninni, en það þýðir,
að Innréttingarnar hafi fengið umbeðin leyfi til siglinga milli íslands og Dan-
merkur og leyfi til frjáls inn- og útflutnings á eigin afurðum og rekstrarvör-
um. En þetta er rangt. Vandalaust er að ganga úr skugga um það með því
að lesa konungsboð 4. jan. 1752 um stofnun Innréttinganna og bera saman við
20. nóvember-bréf Skúla 1751. Til hagræðis skal hér tilfærð setning sií, sem
kveður á um þetta úr konungsboði 4. jan. 1752.
„Hvad dernæst angaar den omspgte frihed saavel at udfpre og anden-
steds at forhandle de ved det nye indrettede fiskerie paa havet og ved
garn samt ved flynder, sild og hvalfiske fangst item ved fabriqueme til-
vejebringende vare som og at f0re igen til landet hvis dertil béhpver da
lade vi det vel undtagen hvad materialier og redskaber som nu for den
f0rste gang til Indrettningen for den af os allern. dertil skænkede
summa vorder anskaffet og hvor med ingen handel drives, hvilke som