Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1968, Page 176

Skírnir - 01.01.1968, Page 176
174 RITDÓMAR SKÍRNIR veikir vitaalega allverulega rannsóknargrundvöll höfundar. Andersson játai einnig í formála, að sögurnar falli misjafnlega að kenningum hans. Til að mynda á hann í erfiðleikum með Eyrbyggju og Vatnsdælu, sem ekki vilja láta að kerfinu. Þetta veikir mjög grundvöll kenninga höfundar og vekur efasemdir lesandans um réttmæti þeirra. Höfundur slær einnig vamagla í for- mála: I set up norms only to clarify the structure in general. The point is not that the norms are applicable everywhere, but that they provide a reasonable basis for comparison. It is an attempt to reduce the chaos to manageable proportions and offer one possible reading. Þessu er til að svara að með nógu mikilli einföldun má vitaskuld finna skyldleika við æði margar sögur. Þetta virðist mér vera helzti galli á riti Anderssons, að hann einfaldi málið um of. Annar galli er sá, að höfundur gerir sögunum skil í sömu röð og gert er í Islenzkum fornritum, en gerir ekki grein fyrir hinum langa þróunartíma sagnanna. íslendingasögur eru ritaðar í um það bil 150 ár og taka miklum breytingum. Eðlilegra hefði verið að raða þeim nokkurn veginn í tímaröð, eftir því sem hægt er, og gera jafnframt grein fyrir þróunarbreytingum. Þá hefði trúlega komið betur í ljós en ella hvaða vankantar eru á kenningum Anderssons og hvers vegna. Rannsókn sagnanna birtist lesanda í öðrum hluta bókarinnar í þremur at- riðum. Fyrst gerir höfimdur grein fyrir efnisþræði, síðan setur hann með sér- stökum hætti upp skema yfir einstök atvik og þýðingu þeirra innbyrðis og fyrir byggingu sögunnar, í þriðja lagi gerir hann athugasemdir við hverja sögu. Þarna kemur oft í ljós að sumar sögur eru nákomnari en aðrar, svo sem eðlilegt má teljast, en veikir jafnframt heildarsamanburðinn. Sem dæmi um þetta má nefna skyldleika í byggingu hjá Hallfreðar sögu, Gunnlaugs sögu, Kormáks sögu og Bjarnar sögu hítdælakappa. En engum vafa er það undirorpið, að þessi athugun á sögunum í síðari hluta bókarinnar mun verða mörgum erlendum stúdentum að gagni við að átta sig á sögunum, einkum þeim sem ekki ráða fullkomlega við íslenzka tungu. Fyrri hluta bókarinnar er skipt í þrjá kafla, sem heita The Structure of the Saga; The Rhetoric of the Saga; The Heroic Legacy. í fyrsta kafla er með öðrum orðum fjallað um byggingu sagnanna. Höf- undur fjallar í upphafi um Þorsteins þátt stangarhöggs, þar sem hann telur sig finna skýr atriði í byggingu, sem sameiginleg séu íslendingasögum í heild. Atriðin eru sex talsins: Introduction (kynning), Conflict (deila), Climax (ris, hámark), Revenge (hefnd), Reconciliation (sættir), Aftermath (sögulok). Upphaf sagnanna (kynning) einkennist af hæglátri kynningu aðalpersóna - oft með löngum ættartölum. Höfundur bendir á, að tema sagnanna sé deilur og kynningin í upphafi þjóni þeim tilgangi að gera grein fyrir deiluaðilum, annaðhvort saman eða hverjum fyrir sig. Þess er og getið að í kynningu brjóti höfundur gegn hlutlægnisreglunni með því að fella dóma um þá sem kynntir eru, en jafnframt séu boðuð þau tíðindi er sagan síðan fjallar að verulegu leyti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.