Skírnir - 01.01.1968, Qupperneq 179
SKÍRNIR
RITDÓMAR
177
því eina vígi er síðan lýst á öðrum 40 blaðsíðum. Frásögnin breikkar skyndi-
lega, lýsir hverju smáatriði undirbúnings, njósna o. s. frv. “Symmetry” (hlið-
stæður og endurtekningar) telur Andersson einnig mikilsvert atriði í frásagn-
artækni íslendingasagna:
The saga authors have a fondness for the use of pairs and series in
their plot structures. The principle is one of matching actions; the
actions may match in several ways, as parallels, contrasts or repetitions.
Dæmi er tekið úr Fóstbræðrasögu er Þorgeir og Butraldi átu skamm-
rifið og ostinn til skiptis, og svipað er að segja um skipti Þorgeirs við
Gauta Sleituson. Þá kemur “foreshadowing” eða boðun tíðinda sem öllum
er kunn er íslendingasögur hafa lesið, og gerist með ýmsum hætti. Andersson
telur eftirfarandi algengast: 1) draumar, 2) tákn, fyrirboðar, sýnir, 3) spá-
dómar, 4) viðvaranir, 5) áhrínsorð, 6) örlög bundin ákveðnum hlutum, 7) um-
mæli er menn kveðjast. “Staging” kallar bókarhöfundur sviðsetningu þess at-
viks er felur í sér ris sögunnar, og virðist mér þetta náskylt því sem hann
nefnir “retardation”. “Necrology” (eftirmæli) er það kallað er höfundur fellir
dóm um söguhetju í sambandi við dauða hans. Þessi eftirmæli telur höfundur
frávik frá þeirri reglu að taka ekki afstöðu til sögupersóna sinna. Loks nefnir
Andersson síðasta megineinkenni frásagnaraðferðar íslendingasagna “postur-
ing” og þar á hann við viðbrögð hetjunnar er hún mætir dauða sínum. I lok
þessa kafla varpar höfundur svo fram þeirri spurningu hvaða orsakir liggi
til þess að þessi einkennilega frásagnartækni þróaðist á Islandi á 13du öld.
Þessari spurningu leitast hann við að svara í þriðja kafla bókar sinnar,
“The Heroic Legacy”. En hér er aðferð hans önnur. I fyrri köflunum tveimur
styðst hann eingöngu við eigin athuganir á sögunum, en í þriðja kafla fjallar
hann í upphafi um rannsóknir, Kers, Liestpls, Boumans, Magnúsar Olsens,
Heinrichs, Fleishauers o. fl. á hliðstæðum í hetjukvæðum og íslendingasögum,
en þær takmarkast í stórum dráttum við einstök verk, fyrirbæri, söguhetjur
eða tæknileg atriði. Andersson athugar síðan hvernig kenningar þær sem hann
setur fram um gerð íslendingasagna komi heim við hetjukvæðin og kemst að
raun um að “saga authors did not need to create an entirely new literary type,
but were able to elaborate on a traditional literary mold, the heroic mold”.
Með öðrum orðum: mörg meginatriði byggingar og frásagnar eru fyrir hendi
í hetjukvæðunum, þótt þau breytist og þéttist við að klæðast prósa í stað
Ijóðforms. Þetta er athyglisverð niðurstaða, en vitaskuld skortir frekari rann-
sóknir þessa máls. Æskilegt væri að bók Anderssons leiddi til frekari rann-
sókna á hliðstæðum hetjukvæða og íslendingasagna.
Hér hefur verið reynt að gera sæmilega ýtarlega grein fyrir efni bókar
Anderssons. Margt af því telst varla til nýmæla í augum íslenzkra fræði-
manna. Hin kerfisbundna framsetning skýrir þó margt er áður var óljóst og
hvetur til frekari umræðna. Vikið hefur verið að ágöllum bókarinnar í upphafi,
og má bæta því við að höfundur hirðir ekki um samanburð við konungasögur,
sem þó verða að teljast nátengdar og hafa í upphafi án efa átt mikinn þátt
12