Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1968, Page 189

Skírnir - 01.01.1968, Page 189
SKÍRNIR RITDÓMAR 187 postilla er ein þeirra bóka, sem víSlesnastar og vinsælastar hafa orðið með þjóð- inni, og vitna hinar fjölmörgu útgáfur hennar bezt um það. Á tímabilinu 1718 -1798 kom hún út tíu sinnum, þ. e. áttunda hvert ár að jafnaði, og var þá til á nærfellt öllum heimilum landsins. Um aldamótin leggst Magnús Stephensen gegn útgáfu hennar, svo að hlé verður á í bili. 11. útgáfan kemur ekki fyrr en 1827 og þá að tilhlutan íslenzkra stúdenta í Höfn, sem snortnir voru af róman- tísku stefnunni og mátu því meira þjóðleg verðmæti en konferentzráðið gerði. Seldist hún þá þegar upp og var aftur gefin út 1829 og 1838. Síðan koma ekki fleiri útgáfur hennar á nítjándu öld, sem vafalaust má kenna fremur andstöðu kirkjunnar manna en áhugaleysi almennings. ASrar húslestrarbækur áttu erf- itt uppdráttar alla öldina vegna hinnar gömlu Jónsbókar. Um áhrif af slíkri bók svo almennt lesinni þarf ekki að efast. Vinsældir sínar átti Vídalínspostilla vafalaust að þakka málfarslegri snilld sinni, líkingaauð og andagift, sem sprottin er af djúpri og einlægri trú, svo að notuð séu orð Guðmundar Hagalíns sjálfs (sbr. Gróður og sandfok bls. 70). Afdráttarlausar prédikanir Vídalíns gegn yfirdrottnun og kúgun og vemd hans við fátæklinga og smælingja hafa og fallið í góðan jarðveg og án efa verið þjóðinni mikils virði á tímum niðurlægingarinnar — sjálfsagt haldið kjarkinum í mörgum einstaklingnum. Höfundur lætur sögu sína gerast á síðari hluta 19. aldar, meðan áhrif meist- ara Jóns voru enn óveikluð af nýrri kenningum. Umhverfið er vestfirzkt, og persónunum svipar í ýmsu til þess fólks, sem höfundur kynntist í uppvexti og hefur áður ritað um, - drenglynt dugnaðarfólk, einfalt og þó stórbrotið í hugs- unum og gerðum, kröfuhart um hegðan og breytni, einkum þó við sjálft sig, strangtrúað á þjóðlega og vídalínska vísu. Það trúir á tilvist margs konar dul- magna, drauma og sýnir. Og það efast ekki um tilvist galdramanna né óvin- arins. En sú trú dregur ekki úr því kjark, heldur stælir það, a. m. k. ef ein- hver þróttur er í því fyrir. Guðstrúin blandast hér hjátrú á nokkuð einkenni- legan hátt. Fólkið hefur t. a. m. ekki kenninguna eina í huga, þegar það talar um meistara Jón, heldur hann sjálfan í eigin persónu. Það virðist trúa því, að hann sé mitt á meðal þess sem umvandari og tyftunarmeistari — ýfir sjóinn, en lægir hann ekki. Tengdamóðir Márusar á Valshamri segir t. a. m. við dótt- urmann sinn að lokinni illa misheppnaðri veiðiför: „. . . má mikið vera, ef sá, sem kynni að hafa haft hönd í bagga með ófarnaði þínum þennan ganginn (þ. e. meistari Jón), sætir ekki kárínum af þeim, sem mestur mundi allra meistara". Og húsfreyju farast orð við mann sinn á þessa leið: „Ég dreg því enga dul á, að ef því fer fram, að þú lesir ekki einu sinni húslestur á sunnudögum og breytir engu til hins betra í samskiptum ykkar Þórarins, lízt mér ógiftusamlega á okkar hagi, því að varla mundi meistara Jðn skorta frjálsræði til afskipta hér á landi, þar eð ekki mundu aðrir hafa urmið meira fyrir guðs kristni með þessari þjóð, nema þá ef vera skyldi séra Hallgrímur".
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.