Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1968, Page 190

Skírnir - 01.01.1968, Page 190
188 RITDOMAK SKIRNIR Þannig er meistari Jón gæzluvættur um breytni þessa fólks, dómari og tyft- ari, sem af skaphita er jafnvel trúandi til að gæta ekki sinna takmarka, svo að sá sem meiri honum er, yrði að taka í taumana, sbr. orð gömlu konunnar. Og dýrlingur er hann ekki, því að hvorki er hann vænlegur til bæna né áheita. Munu slik trúarbrögð teljast í frumstæðara lagi og sennilega skyldari heiðni en kristni. Hugsanlegt er, að höfundur fari hér frjálslega með efnið, sem vita- skuld væri leyfilegt, þar sem þetta gerist í skáldsögu. Þó er mér nær að halda, að hann riti hér það eitt, sem hann hefur heyrt í bernsku, og er þetta þá merkilegt atriði. Raunar hefur nokkur blöndun guðstrúar og hjátrúar þekkzt um allt land, en algeng hefur hún ekki verið með þessum hætti. En hverfum þá að verkinu sem skáldsögu. Að slepptu hinu hugmyndafræði- lega ívafi um meistara Jón er viðfangsefnið ekki nýtt hjá Hagalín. Það sem átökin skapar hér er annars vegar barátta innra með einstaklingnum milli fé- græðgi og metnaðar, sem brjóta vill undir sig og drottna, og hins vegar ábyrgð- armeira líferni, sem fólgið er í því að lifa með umhverfi sínu, gera líf þess að sínu eigin. Sama viðfangsefnið er tekið fyrir í Sturlu í Vogum, og sigrar síð- ara viðhorfið þar eins og hér. I Sturlu í Vogum vinnst sá sigur fyrir háskalegar hrellingar, en í Márusi á Valshamri er það sú mikla kona Guðný Reimarsdótt- ir, sem kemur með fulltingi meistara Jóns af stað þessari baráttu í sálarlífi Márusar og raunar leiðir hana til lykta. Slysinu er afstýrt og Márus lifir áfram í samræmi við umhverfi sitt í stað þess að kúga það, heldur áfram að byggja afkomu sína á eigin ramleik, en ekki á neyð nágranna sinna, sem hann var kominn á fremsta hlunn með. Sturla í Vogum lét eftir sinnaskipti sín eng- an synjandi frá sér fara og gerðist stofnandi fyrsta kaupfélagsins þar um sveit- ir. Márus varð einnig hjálparhella nágranna sinna, eftir að sættir höfðu tekizt með honum og meistara Jóni. Báðar sögurnar eru því siðrænar og fá sömu niðurstöðu: ábyrgð einstaklingsins gagnvart umhverfi sínu, þ. e. maðurinn lifir fyrir fleiri en sjálfan sig. Kristilega bræðralagshugsjón mætti einnig kalla það. Sturla í Vogum er að því leyti hetjusaga, að aðalpersónan þar vinnur afrek, sem nálgast hið ofurmannlega. I Márusi á Valshamri er engu slíku til að dreifa. Márus er að sönnu harðduglegur og hann vinnur afrek, þegar hann siglir heim í ofviðrinu, en teflir þar á tæpasta vað, er það sjálfum ljóst og er síður en svo rótt innanbrjósts, meðan á því stendur. Hann sér ekki við konu sinni að gáfum og getur verið barnalega hégómagjam, sbr. orðaskipti hans við tengda- móður sína á bls. 15. Er þar glögglega fram dregin hin alvörumikla og trausta speki alþýðunnar studd guðfræði Vídalíns og setur duglega ofan í við nýjunga- girnina og hégómann. Márus er taugaóstyrkur við seladrápið — maður sem er að vinna sig upp og þarf að keppa við þá, sem meiri reynslu hafa. Hann ann konu sinni hugástum, virðir hana og hefur jafnframt af henni nokkurn beyg. Er íhugunareíni samspil þeirra áhrifa, sem á hann verka til hins betra, þ. e. konunnar og meistara Jóns, og hygg ég, að áhrif konunnar séu enn sterkari en guðsmannsins. Konan vekur hjá honum vott af samvizkubiti, þegar hann hefur selt Þórarni heyið. Ótæpt orðbragð postillunnar í lestrinum daginn eftir hittir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.