Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1968, Side 199

Skírnir - 01.01.1968, Side 199
SKÍRNIR RITDÓMAR 197 ferð drengjanna á Brandsstöðum með Hervaldi sem raunar er einn fallegasti kafli sögunnar. Hér skal ekki rætt um siðferðilega hlið þessa máls, en ýmsum mun þykja óviðeigandi að rifja upp með þessum hætti sakamál sem enn er ekki nema þrjátíu ára gamalt og nærgætnislaust við ættingja og aðra vandamenn hins dæmda manns. Á hitt má benda að dæmi Indriða G. Þorsteinssonar er ekkert einsdæmi. í Sjálfstæðu fólki, þættinum af draugaganginum í Sumarhúsum, studdist Halldór Laxness, til dæmis, við raunverulega fyrirmynd með svipaðri nákvæmni og Indriði; það mál var þá ekki nema sjö ára gamalt. En reimleik- amir í Sumarhúsum eru einungis eitt atriði í miklu víðtækari atburðarás, efn- ismikilli og fjölbreyttri frásögn; þjófnaðarmál Hervalds í Svalvogum er hins- vegar aðalefni Þjófs í paradís. Að því leyti líkist aðferð Indriða G. Þorsteins- sonar fremur sögulegri skáldsögu, sem einskorðar sig við skáldlega endursköp- un heimilda sinna, en samtíðarsögu, að hreinum og beinum lykla-rómönum undanteknum. Á hinn bóginn á aðferð Indriða ekkert skylt við þann „dokú- mentarisma" sem í seinni tíð hefur komizt í tízku í skáldskap. Hvorki þjófn- aðarmálið né þjófurinn sjálfur virðist áhugavert efni út af fyrir sig, og ekkert bendir til að Hervaldur í Svalvogum eigi annað né meira sameiginlegt með fyrirmynd sinni en málsatvikin, þjófnaðarsöguna sjálfa. Hitt er jafn ótvírætt að höfundur stefnir að skáldlegri nýsköpun þessarar sögu — að í verki hans á hún að standa fyrir eitthvað annað og meira en veruleikann að baki hennar. Söguefni Indriða G. Þorsteinssonar í Þjófi í paradís er sveitin sjálf, klassísk mynd íslenzkrar sveitar fyrir tæknibyltingu; það er hin sama sveit sem Einar Ólafsson flýr frá í Landi og sonum, Ragnar Sigurðsson flýr heim til í Sjötíu og níu af stöðinni. 1 þessum bókum hefur Indriði lýst viðskilnaði sinnar kyn- slóðar við sveitina með eftirminnilegum hætti, og sársaukanum sem fylgir slík- um skilnaði, en Þjófur í paradís virðist tilraun hans til að gaumgæfa sveit- ina út af fyrir sig og það líf sem þar var lifað. Sagan gerist í þröngum aflukt- um heimi sem Indriði þekkir út og inn, kann hann á fingrum sér, og hvað sem öllum fyrirmyndum líður dregur hann upp alveg Ijóslifandi mynd sveitarinnar og sveitafólksins í sögunni; það er heimur sem er séður að utan og ofan, og höfundurinn megnar að skyggnast til botns í huga sögufólks síns. Að líkindum hefur Indriði ekkert skrifað af öðrum eins myndugleik, valdi á máli sínu og stíl og þessa stuttu skáldsögu. Það er eftirtektarvert hve stíll hans hefur þróazt og orðið sjálfstæðari, persónulegri bók eftir bók, og jafnframt hefur viðhorf höf- undar við efninu tekið gagngcrri breytingu. í Sjötíu og níu af stöðinni, þar sem Indriði var hvað háðastur fyrirmynd Hcmingways, var stíllinn dramatískur, sagan sögð í fyrstu persónu og gerðist að verulegu leyti í samtölum; hlutlægt yfirbragð frásögunnar réðst af þessum söguhætti þó bein frásögn sögumanns orkaði með köflum tvímælis. I Landi og sonum talar höfundurinn í þriðju per- sónu, og þar hefur þetta breytzt, þar er styrkur sögunnar fólginn í beinni frá- sögn og lýsingu, oft með ljóðrænu ívafi, en eins og í fyrri sögunni beinist eftir- tekt sögumanns að hlutlægum efnum, frásögn áþreifanlegra hluta. Misskilning-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.