Skírnir - 01.01.1968, Side 199
SKÍRNIR RITDÓMAR 197
ferð drengjanna á Brandsstöðum með Hervaldi sem raunar er einn fallegasti
kafli sögunnar.
Hér skal ekki rætt um siðferðilega hlið þessa máls, en ýmsum mun þykja
óviðeigandi að rifja upp með þessum hætti sakamál sem enn er ekki nema
þrjátíu ára gamalt og nærgætnislaust við ættingja og aðra vandamenn hins
dæmda manns. Á hitt má benda að dæmi Indriða G. Þorsteinssonar er ekkert
einsdæmi. í Sjálfstæðu fólki, þættinum af draugaganginum í Sumarhúsum,
studdist Halldór Laxness, til dæmis, við raunverulega fyrirmynd með svipaðri
nákvæmni og Indriði; það mál var þá ekki nema sjö ára gamalt. En reimleik-
amir í Sumarhúsum eru einungis eitt atriði í miklu víðtækari atburðarás, efn-
ismikilli og fjölbreyttri frásögn; þjófnaðarmál Hervalds í Svalvogum er hins-
vegar aðalefni Þjófs í paradís. Að því leyti líkist aðferð Indriða G. Þorsteins-
sonar fremur sögulegri skáldsögu, sem einskorðar sig við skáldlega endursköp-
un heimilda sinna, en samtíðarsögu, að hreinum og beinum lykla-rómönum
undanteknum. Á hinn bóginn á aðferð Indriða ekkert skylt við þann „dokú-
mentarisma" sem í seinni tíð hefur komizt í tízku í skáldskap. Hvorki þjófn-
aðarmálið né þjófurinn sjálfur virðist áhugavert efni út af fyrir sig, og ekkert
bendir til að Hervaldur í Svalvogum eigi annað né meira sameiginlegt með
fyrirmynd sinni en málsatvikin, þjófnaðarsöguna sjálfa. Hitt er jafn ótvírætt
að höfundur stefnir að skáldlegri nýsköpun þessarar sögu — að í verki hans
á hún að standa fyrir eitthvað annað og meira en veruleikann að baki hennar.
Söguefni Indriða G. Þorsteinssonar í Þjófi í paradís er sveitin sjálf, klassísk
mynd íslenzkrar sveitar fyrir tæknibyltingu; það er hin sama sveit sem Einar
Ólafsson flýr frá í Landi og sonum, Ragnar Sigurðsson flýr heim til í Sjötíu
og níu af stöðinni. 1 þessum bókum hefur Indriði lýst viðskilnaði sinnar kyn-
slóðar við sveitina með eftirminnilegum hætti, og sársaukanum sem fylgir slík-
um skilnaði, en Þjófur í paradís virðist tilraun hans til að gaumgæfa sveit-
ina út af fyrir sig og það líf sem þar var lifað. Sagan gerist í þröngum aflukt-
um heimi sem Indriði þekkir út og inn, kann hann á fingrum sér, og hvað sem
öllum fyrirmyndum líður dregur hann upp alveg Ijóslifandi mynd sveitarinnar
og sveitafólksins í sögunni; það er heimur sem er séður að utan og ofan, og
höfundurinn megnar að skyggnast til botns í huga sögufólks síns. Að líkindum
hefur Indriði ekkert skrifað af öðrum eins myndugleik, valdi á máli sínu og stíl
og þessa stuttu skáldsögu. Það er eftirtektarvert hve stíll hans hefur þróazt og
orðið sjálfstæðari, persónulegri bók eftir bók, og jafnframt hefur viðhorf höf-
undar við efninu tekið gagngcrri breytingu. í Sjötíu og níu af stöðinni, þar
sem Indriði var hvað háðastur fyrirmynd Hcmingways, var stíllinn dramatískur,
sagan sögð í fyrstu persónu og gerðist að verulegu leyti í samtölum; hlutlægt
yfirbragð frásögunnar réðst af þessum söguhætti þó bein frásögn sögumanns
orkaði með köflum tvímælis. I Landi og sonum talar höfundurinn í þriðju per-
sónu, og þar hefur þetta breytzt, þar er styrkur sögunnar fólginn í beinni frá-
sögn og lýsingu, oft með ljóðrænu ívafi, en eins og í fyrri sögunni beinist eftir-
tekt sögumanns að hlutlægum efnum, frásögn áþreifanlegra hluta. Misskilning-