Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 18
16
KRISTJÁN ELDJÁRN
SKÍRNIR
unarstól í kirkju sína í Goðdölum, heldur gerði fagra prósessíu móti
honum og færði í kirkjuna, og minnir þetta helst á það þegar
borgarar í Kaupmannahöfn fögnuðu heimkomu Thorvaldsens og
listaverka hans. Og síst var hann andófsmaður listar sá 17. aldar
biskup, Þórður Þorláksson, sem svo var mjög gefinn musica instru-
mentali að hann útvegaði sér clavicordium, symphonie og regal og
lét ungan fjöllistamann Hjalta Þorsteinsson læra hjá organistanum
í Runde-kirkju og síðarmeir vera í Skálholti til að reparera og
stemma þessi hljóðfæri, því að hann vildi láta sitt regal hljóma í
dómkirkjunni á næstu jólahátíð. Og ekki fyrirlitu þeir listir þeir
skagfirsku bændur á síðastliðinni öld, sem skutu saman fé til þess
að ungur listgefinn piltur, Sigurður Guðmundsson, síðar kallaður
Sigurður málari, gæti komist til listnáms í Kaupmannahöfn. Og
síðast en ekki síst: Ekki var sá íslenski almúgi óvinur listar, sem í
erfiði og fátæki daganna reyndi að lyfta hversdagshlutum sínum
í æðra veldi með listrænni húningsbót, svo sem enn má sjá merki
til í söfnum og alkunnugt er. Guðsorð og skáldskapur og myndlist
héldust í hendur á margri rúmfjöl og gerðu væra hvíld í fátæklegri
baðstofu.
Nógu löng er þessi þula orðin, einkum og sér í lagi ef hún skyldi
vera með öllu óþörf, ef það skyldi vera öllum lýðum ljóst, að ís-
lendingar hafa frá upphafi og allar götur verið unnendur listar
og haft dálæti á listamönnum, enda hefði það verið mikil fyrir-
munun, ef svo hefði ekki verið. Að hata list er sama og að hata
sjálfan sig, hata lífið og manneskjuna og sjálfan guð, sem skapaði
manninn í sinni mynd. Listin er óaðskiljanleg þessu öllu. Þörfin
fyrir list lýsir sér hvarvetna í handa- og hugarverkum forfeðra
okkar. Þeir fóru eins langt og hægt var, en hinu verður ekki neitað
að fámenni, fátækt, einangrun og ekki síst sjálft eðli sveitaþjóð-
félagsins gerði ósveigj anlegar kröfur í lífsbaráttunni og setti allri
listaviðleitni þröngar skorður. Menn sögðu: Bókvitið verður ekki
látið í askana, en í þessu felst ekki fyrirlitning á mennt eða list
eins og oft er talið, heldur ber að taka það blátt áfram eins og
það er talað. Fyrst er að hafa í sig og á, síðan er hægt að njóta
bókvits og lista, eftir því sem auðið verður. Engum tjóaði að skorast
undan og leggja hönd að verki í baráttunni fyrir daglegu brauði.
Þó menn kynnu vel að meta list og hefðu mætur á listamanninum,