Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 167
SKÍRNIR
KASTA BRAUÐI ÞÍNU Á VATNIÐ
161
undir lok, sjávarþorpi í líkingu við þorpið í Blindhúsum, þar er
kaupmannsverslun kringsett kotum og tómthúsum. Það er veröld
sem við fyrstu sýn býr að föðurlegri forsjá og velvilja — en hörð,
grimm og ranglát undir niðri, ef að er gáð. Sesar er að sínu leyti,
eins og Benedikt, frjáls maður, frjáls að lifa lífi sínu eins og
hann sjálfur kýs, fylgja í blindni forsögn örlaganna í brjósti sér.
En frelsi Sesars ræðst ekki bara af lítilþægni og nægjusemi hans,
miklu frekar af afburðum hans yfir annað fólk, líkamlegu atgervi,
fiskni hans, fádæma hagvirkni að hverju sem hann leggur hönd, og
ósjálfráðum þokka sem hann býður af sér. Þess vegna og aðeins
vegna þess er hann frjáls að lifa lífi sínu eins og hann sjálfur kýs
það í samfélagi sögunnar. Og það er þrátt fyrir frelsi hans, eða
vegna þess, ófullnægt líf. Sesar fellir á sig sök, tekur á sig ábyrgð á
því sem aflaga fer í veröld hans, leiddur af hughoði og draumum,
og spásögnum Guddu gömlu - á drukknun skipsfélaga sinna í brim-
garðinum, dauða Ferdínants gamla, afdrifum Bjarna og hyskis
hans í Saffír, og merking sögunnar er fólgin í þessari sök og á-
byrgð, samhengi sem Sesar lifir og reynir þótt hann skilji það
ekki. Þegar mælir hans er fullur þá er sögunni lokið, þá er heims-
endir:
Hvad han nu skulde tage sig til, maatte han se at hitte ud af. Halwejs lammet
luntede han nedover mod Stranden og hjemover. Bare det, at vandre her,
var i sig selv meget mærkeligt, nu, da Verden var forgaaet. Det varede da heller
ikke længe. I’0r han naaede at blive klar over, hvad der skete, var han helt
og holdent i Elementernes Vold, Brændingen havde Tag i ham. Som et Fnug
blev han suget opad og hvirvlet omkring. Det var Dr0mmen. Endelig! ... Det
var virkelig Dr0mmen. Den Dr0m, han plejede at vaagne af (95).28
Tákn og dæmi, eins og Aðventa? Það er þá í þetta sinn tákn-
dæmi án boðskapar, merking þess einvörðungu falin í sjálfri mynd
hins undirgefna auðmjúka lífs sem sagan lýsir, stríðandi lífi og
sjálfu sér sundurþykku. Mynd mannlegs lífs og örlaga sem ekki
eiga sér lengur uppreisn: lífs sem á ný samsamast höfuðskepnunum
eftir að veröld þess er hrunin til grunna.
1 De blindes Hus. Kobenhavn 1933. Frá Blindhúsum. IslenzkaS hefur Hall-
dór Kiljan Laxness. Rit Gunnars Gunnarssonar VI. Reykjavík 1948. Sbr.
Skrá um bækur Gunnars Gunnarssonar á íslenzku og erlendum málum eftir
Harald Sigurðsson. Rit XXI, 415-442.
11