Skírnir - 01.01.1974, Page 238
232
RITDÓMAR
SKÍRNIR
einn af hendi. Ekkert bendir til þess í Norrænum ljóðum að neinir ráðunantar
hafi verið kvaddir til við útgáfu bókarinnar, og þetta er líkast til sú ávirðing
hennar sem mestu varðar. Ovönduð vinnubrögð við útgáfuna eru ekki síður
sök forlagsins en Hannesar Sigfússonar. Vonandi er að bókin komi brátt út í
annarri, endurskoðaðri gerð. Og það er vonandi að sú útgáfa verði sett með
snotrara letri á betri pappír.
Peter Rasmussen
2
í formála Norrænna ljóða segir Hannes Sigfússon að tilgangur bókarinnar
sé að „bregða upp mynd af þróun ljóðlistarinnar á Norðurlöndum frá stríðs-
byrjun til þessa dags“ (bls 7); og jafnframt getur hann þess að val ljóðanna
í bókinni hafi „að sjálfsögðu ráðist af persónulegum smekk þýðandans" (bls
19). Áður en mat er lagt á hvernig þessi tilgangur hafi tekist vík ég nokkrum
orðum að vali sænska efnisins í bókinni.
Fyrstu ljóð Gunnar Ekelöfs á fjórða áratug aldarinnar vöktu mikla eftirtekt.
Bæði málfarsleg uppbygging og hið djarfa myndmál þeirra var nýtt. Hér var
vikið frá hinu hefðbundna mynstri rökvíslegs samhengis í efni og máli en í
staðinn treyst á áorkan ljóðsins í heild, hugblæ og hugmyndatengsl sem það
vakti. Áhrif Ekelöfs taka til alls tíma Norrænna Ijóða, og helstu ljóðasöfn
hans komu út á tíma bókarinnar. Og því fer fjarri að áhrif Ekelöfs verði
einhverskonar skuggi sem grúfi yfir öðrum skáldskap, þvert á móti urðu
víðernin og djúpin í skáldskap hans öðrum skáldum örvun og innblástur alla
þessa þrjá áratugi. Það kemur því á óvart að Ekelöf er með öllu afskiptur í
þessu úrvali sænskra nútímaljóða þótt allýtarlega sé um hann rætt í formál-
anum.
Það á sannarlega við um skáldskap Erik Lindegrens sem áður var sagt um
Ijóð sem aðeins verða skynjuð og skilin í heild sinni. Meistaraverk hans og
„förtitalismans“ í sænskri ljóðagerð mannen utan vag (1942) snýst um nag-
andi sjálfhyggju, mannlega einangrun og bölsýni. Ásamt Gunnari Ekelöf
varð Erik Lindegren mesti áhrifavaldur ungra skálda á fimmta áratug aldar-
innar. Hannes Sigfússon virðist mér að hafi leyst þýðingar sínar á þessum
torráðnu Ijóðum meistaralega af hendi.
Þrjú önnur skáld úr hóp þeirra höfunda sem venjulega eru nefndir „förtital-
istar“ eiga ljóð í bókinni: Karl Vennberg, Werner Aspenström og Sven Alfons.
Af öðrum helstu skáldum þessa tíma vantar eiginlega aðeins Elsu Graves í
bókina. Kvæðavalið er bæði smekklegt og fróðlegt um ljóðagerð þessara ára.
Sjötti áratugur aldarinnar var tími kalda stríðsins. I Svíþjóð fóru fram
umræður með og móti atómvopnum, velmegun jókst og grundvöllur var lagður
að velferðarríki. En Ijóðagerð áratugarins virtist merkilega ósnortin af at-
burðum og átökum þessara ára. Það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að
viðbrögð komu fram í pólitískt virkum skáldskap. Á sjötta áratugnum ortu
á meðal annarra Bo Setterlind og Lars Forssell gullvæg ástarljóð. Nú runnu
upp endurnýjunardagar tónrænna, listilega rímaðra, formslunginna ljóða.