Skírnir - 01.01.1974, Blaðsíða 190
184
BENEDIKT GRÖNDAL
SKÍRNIR
og samræmt stafsetningu. Hér verða ekki slíkar breytingar teknar upp, en
orðalagsbreytingar hans eru þessar: (A, Lbs. 2854 4to: L, Ljóðmæli).
6 draumar] strikað út A, álfar skrifað fyrir ofan; þannig prentað í L.
7 dýrum] str. út A og undur skr. fyrir ofan og tengt blæjum; þannig prent-
að í L.
19 heimskar] str. út A, skrifað hýrar fyrir ofan; þannig í L.
36 ja] já A; þannig í L.
41 datt um bross og ...] datt um hross og frat; þetta er síðan str. út í A og
sett við línuna: flötum beinum sat. I L hefur Gröndal svo breytt þessu
aftur til upphaflegrar gerðar, eins og prentað er hér.
48 Hvað] bætt er við Já í A; þannig prentað í L.
93 Ijúfa loptsins] loptsins Ijáfa A; þannig prentað í L.
97 lukku] Ijósum A; þannig einnig í L.
117 dauðablæjum] dauða str. út í A. Sett dánar fyrir ofan línu; þannig og L.
124 jeg] bætt er við meS í A. Þannig einnig L.
135 ekki] aldrei A, þannig og L.
154 illa fer] út af ber A, L.
155 sýnist honum] str. út, sett í staðinn ofan línu œtlar hann A, prentað svo
í L.
163 glymja] dansa A, L.
169 dökkvum] djúpum A, L.
172 hnígandi] hnígandi’ A, L.
I bréfinu sjálfu hefur Gröndal breytt:
6 bikar] strikað er út blöSum.
97 lykur] strikað er út leiSir.
110 fengi bendt á] strikað er út mætti sýna.
118 böndin] strikað er út blœjum.
Gröndal orti nokkur kvæði til Sigríðar og skrifaði henni Ijóðabréf. Við
afmæliskveðju 17. mars 1854 slær hann eftirfarandi varnagla: „Menn
skyldu halda að þessi kvæði væri sprottin af ást, en svo er alls ekki. Sig-
ríður var svo fjörug, gáfuð og kát, að jeg hafði hana til að yrkja um. „I
want a hero, an uncommon want,“ segir Byron.“ [Ljóðmæli, 285].
29 Þessi tvö vísuorð setur Gröndal innan tilvitnunarmerkja í Ljóðmælum
sínum. Hann gerir við þau eftirfarandi athugasemd: „Þessi vísuorð hefur
Jónas Hallgrímsson gert út af einu kvæði í ‘Elverhöj’ - hann sagði þetta
einusinni munnlega, og ekki meira. Gunnlaugur Þórðarson sagði mér, mig
minnir hann heyrði sjálfur Jónas segja það.“ [Ljóðmæli, 121 og 314].
30 G. Thorstensen er Guðrún Thorstensen, síðar kona Jóns A. Hjaltalín.
31 Jón Thorarensen, sonur Bjarna Thorarensen, trúlofaðist Guðrúnu Thorsten-
sen og segir Gröndal svo frá því í Dægradvöl: „... þóttu þau heldur en
ekki glæsileg hér á götunum, en það leystist upp, líklega vegna óreglu
Jóns og framtaksleysis." [Ritsafn IV, 429].